61 Ég á petta og ég má petta Afi var að lesa söguna um Dýrin í Hálsaskógi fyrir Sölku Sif og Emmu Ragnheiði. Boðskapurinn í sögunni er skýr. Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir og bera virðingu hvert fyrir öðru. Í sögunni er Marteinn skógarmús látinn búa til reglur um hvernig öll dýrin í skóginum eigi að hegða sér. Hann fær bangsapabba, sem er langstærsta og sterkasta dýrið í skóginum í lið með sér. Nauðsynlegt var að búa til reglur til þess að öll dýrin gætu búið í skóginum án þess að eiga á hættu að verða étin. Reglurnar voru búnar til vegna þess að Mikki refur og Patti broddgöltur héldu að þeir mættu gera allt sem þeir vildu, þar með talið að veiða og éta mýs. Reglurnar sem Marteinn bjó til voru einfaldar: 1. Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir. 2. Ekkert dýr má éta annað dýr. 3. Þau sem eru löt og nenna ekki að afla sér matar, mega ekki taka mat frá öðrum í skóginum. Reglurnar eru einfaldar og fáar. Þær lýsa því að við eigum að bera virðingu fyrir öðrum (regla 1), þær fordæma allt ofbeldi (regla 2) og að þú mátt ekki stela frá öðrum (regla 3). Að öðru leyti gátu dýrin í skóginum verið eins og þau höfðu alltaf verið – sem sagt ólík. Eru reglurnar sanngjarnar? Hvað finnst þér? Þekkir þú sögur með svipuðum boðskap?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=