Ég og umheimurinn

60 Við höfum stundum verið að tala um rík og fátæk lönd. Leitið upplýsinga um hvar ríkustu löndin í heiminum eru og hvar þau fátækustu eru. Finnst þér allur matur góður eða er eitthvað sem þú borðar alls ekki? Hvernig getur staðið á að ójöfnuður sé að aukast? Var ekki verið að tala um að flest börn geti gengið í skóla og að vinna barna (barnaþrælkun) hafi minnkað? Það er vissulega rétt. Þótt sumt hafi batnað mikið hefur annað lítið breyst. Á jörðinni er framleiddur svo mikill matur að hann ætti að duga til að fæða okkur öll. Vandamálið er að sumt fólk hefur miklu meira en það þarf meðan önnur hafa ekki nóg. Ójöfnuður snýst ekki bara um hversu mikla peninga eða hluti við eigum. Það eru sjálfsögð mannréttindi að við fáum öll tækifæri til að lifa lífi okkar til fulls. Það þýðir meðal annars að við ættum öll að hafa aðgang að menntun, vinnu, húsnæði, hreinu vatni og að komið sé fram við okkur af virðingu. Æ, bara svona allskonar! Hvad er í matinn?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=