Ég og umheimurinn

58 Í gamla daga þurftu börn á þínum aldri og jafnvel miklu yngri, að vinna allan daginn, oft 10–12 klukkutíma á dag. Þau fóru ekki í skóla og var kennt heima það sem talið var að þau þyrftu að læra. Þá var líka miklu minna um peninga og ef fólk vantaði eitthvað varð það yfirleitt að búa það til sjálft. Ennþá heyrum við af börnum sem þurfa að vinna nú á dögum í fátækari löndum heims. Vinnan gengur fyrir skóla. Þetta er sem betur fer að breytast og nú eru nánast öll börn í heiminum í skóla. Það er líka eitt af markmiðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í 28. grein sáttmálans stendur: „Öll börn eiga rétt á menntun“. Í Barnasáttmálanum segir að öll börn eigi að hafa jafnan rétt og því má segja að það sé ofbeldi eða niðurlæging að stúlkur fái ekki sömu tækifæri og strákar? Þó að ástandið hafi batnað í heiminum er enn mikill munur á tækifærum barna til að ganga í skóla. Í sumum löndum, eins og í Afganistan, lýkur skólagöngu stelpna á miðstigi því yfirvöld vilja ekki að stelpur séu í skóla. Og lang flestir kennarar eru karlar því konum er bannað að vera útivinnandi. Lífsskilyrdi Fólk býr við afar ólík lífsskilyrði. Með lífsskilyrðum er átt við möguleikann til að lifa og framfleyta sér. Í sumum löndum er munurinn á milli ríkra og fátækra mjög mikill. Annars staðar er hann minni. Á Íslandi er jöfnuður meiri en í mörgum öðrum löndum en samt er til fólk sem á erfitt með að ná endum saman. Ha? NEI, ENGAR STELPUR! Nú megid pid ekki ganga í skóla!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=