4 Í þessum kafla ætlum við að læra um: • Sameinuðu þjóðirnar • heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna • Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna • loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna Allur heimurinn Jörðin er okkar heimili. Við eigum bara eina Jörð og það eru engir aðrir staðir ennþá í boði til að búa á. Við deilum þessari einu Jörð með um 8 milljörðum mannvera ásamt öllum hinum lífverunum sem lifa hér. Mikill munur er á lífi fólks eftir því hvar það býr. Við á Íslandi erum heppin því hér ríkir friður og mikið öryggi en við erum ekki öll jafn heppin. Í sumum löndum eru átök og stríð. Á mörgum stöðum er ekki til nægur matur handa öllum, drykkjarvatnið er mengað og börn komast jafnvel ekki í skóla. ÖLL SAMAN
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=