57 Ójöfn skipting Jörðin okkar er það gjöful að ekkert okkar ætti að þurfa að líða skort. Hún getur brauðfætt okkur öll. Nýjustu fréttir segja að fátæku og svöngu fólki fari fækkandi í heiminum. Það eru góðar fréttir. Samt heyrum við stundum um svæði þar sem fólk fær ekki nóg að borða. Eigum við alltaf að deila öllu eins eða er stundum rétt að gefa sumum meira til að tryggja að öll hafi sömu tækifæri? Myndin tengist borgaravitund og á að sýna okkur muninn á jafnrétti og jöfnuði. Á myndinni til vinstri fá börnin öll það sama, jafn stóra kassa að standa á. Það hjálpar hins vegar bara því stærsta, kassinn dugar því til að sjá fótboltaleikinn en ekki hinum. Á myndinni fá öll jafnt. Á myndinni til hægri hefur barnið í bláu treyjunni fengið tvo kassa, það er nóg til að það og barnið í rauðu treyjunni geti bæði séð leikinn. Til að barnið í gulu treyjunni geti fylgst með leiknum hefur það fengið ramp. Það má kalla jöfnuð eða sanngirni, því tekið er tillit til mismunandi aðstæðna barnanna. Hvað sýnir þessi teikning okkur? Jafnrétti Jöfnudur
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=