Ég og umheimurinn

56 Hefur þú einhvern tíma hent rusli á almannafæri? Eða krotað á veggi? Hefur þú skemmt eitthvað viljandi? Kannski fannst þér það allt í lagi en hvað ef aðrir myndu gera það sama? Hvað þá? Borgaravitund snýst ekki bara um að vera hluti af samfélagi heldur líka að skilja hvaða réttindi, skyldur og ábyrgð fylgja því. Við búum í lýðræðislegu samfélagi þar sem fólkið ræður. Það merkir að við höfum rétt á að segja skoðun okkar og getum haft áhrif á samfélagið. En með réttindum fylgja líka skyldur: við þurfum að fara eftir lögum og reglum. Þó við megum segja skoðanir okkar þá berum við líka ábyrgð á því sem við segjum. Þú mátt til dæmis ekki skrifa eitthvað ljótt um ákveðinn hóp á samfélagsmiðlum – það kallast hatursorðræða. Annað dæmi um borgaravitund er að nýta kosningaréttinn. Þegar þú verður 18 ára máttu kjósa. Kannski hefur þú þegar tekið þátt í kosningum í skólanum eða í bekknum þínum – það er líka hluti af lýðræðinu. Hvað er teikningin að sýna? Svona hugsun – að „mitt atkvæði skiptir engu“ – getur verið hættuleg fyrir samfélagið. Hugsaðu um sögurnar af Greta Thunberg og Malala Yousafzai. Hvað hefði getað gerst ef þær hefðu haldið að skoðanir þeirra skiptu engu máli? Það er eins með plastflöskuna sem hent er út í náttúruna. Ein flaska virðist ekki skipta miklu máli en ef mörgum er hent út í náttúruna verður það að alvarlegu vandamáli. Alltaf sama stjórnin! Mitt atkvædi skiptir engu! Vid kusum öll! Vid kusum ekki! Pad skiptir engu máli hvort vid kjósum eda ekki!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=