55 Í þessum kafla ætlum við að læra um: • að standa saman • fátækt • siðferði • peninga, sparnað og eyðslu • vinnu, tekjur og skatta Við höfum áður minnst á frændurna Jón Marlon og Sindra Hrafn. Um daginn heyrðu þeir afa sinn og ömmu tala um borgaravitund en skildu ekki alveg hvað þau voru að meina. Borgaravitund merkir að vera hluti af samfélagi og samfélag þýðir að vera saman með öðrum. Sum samfélög eru fámenn, eins og til dæmis fjölskyldan. Önnur samfélög eru fjölmennari. Stærsta samfélagið sem við tilheyrum er allt mannkynið. Í öllum samfélögum, hvort sem þau eru lítil eða stór, hefur fólk réttindi en líka skyldur hvert gagnvart öðru. Þú hefur til dæmis ákveðin réttindi í fjölskyldu þinni en líka skyldur. Það er því mikilvægt fyrir okkur öll að vera virk og taka ábyrgar ákvarðanir. AUDÆFI HEIMSINS Samvinna er málid
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=