Ég og umheimurinn

54 7 HÓPVERKEFNI Þegar lofthiti á jörðinni hækkar – hækkar líka hitastigið í sjónum og það getur haft afleiðingar fyrir lífið þar. Veljið eitt af eftirfarandi verkefnum og lýsið ástandinu fyrir öðrum í bekknum: a) Kóralrif eru mjög viðkvæm fyrir hitabreytingum og mengun. Þúsundir dýrategunda lifa í kóralrifjum og ef kórallarnir drepast þá er hætt við að allt líf í kringum þá drepist líka. Ýmislegt bendir þó til að ástand margra kóralrifja fari batnandi. Kynnið ykkur ástand kóralrifja í heiminum og aðgerðir til að bjarga þeim. b) Hverjar eru afleiðingarnar af því að regnskógar eyðast? Hvað þýðir það fyrir lífið í skóginum og fyrir heiminn allan? Af hverju er verið að eyða skógum? c) Hvað gerist ef skordýrum er útrýmt? Hvaða afleiðingar getur það haft fyrir mannkynið? d) Hvað er villigarður? Hver er tilgangurinn með því að búa til villigarð? Eru villigarðar í þínu nágrenni? Værir þú til í að hafa villigarð heima, í bústaðnum eða á skólalóðinni? Af hverju/af hverju ekki? 8 Gerið könnun á nestinu/matnum sem þið borðið í skólanum. Í hvers konar umbúðum er maturinn? Eru umbúðirnar margnota eða einnota? Væri hægt að draga úr umbúðum utan um nesti/mat? Hvernig mætti gera það? Fellibyljir verða oftast til yfir hafi í hitabeltinu. Þegar hitastig í sjó hækkar fjölgar fellibyljum og þeir verða öflugri og hættulegri. a) Skoðið á korti hvar fellibyljir verða oftast til. b) Hvað er fellibylur? Skrifið stutta útskýringu. Finnið dæmi um nýlegan fellibyl og skoðið hvaða afleiðingar hann hafði. 6

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=