Ég og umheimurinn

53 Verkefni Að kaupa, nota og henda er ákveðinn lífstíll. Útskýrið hvað er átt við með því. 1 Hvað er hægt að gera til að draga úr sóun? Vinnið saman í hóp að því að skoða matarsóun. a) Af hverju er mikilvægt að draga úr matarsóun? b) Hvernig er hægt að draga úr matarsóun? c) Hvað getur þú gert til að draga úr eigin matarsóun? Leitið upplýsinga um dýrategundir sem annað hvort: hafa horfið úr náttúrunni eða eru í útrýmingarhættu vegna ágangs manna (t.d. vegna veiði, eyðingu búsvæða eða mengunar). Kynnið svo niðurstöðurnar. 3 4 5 Vinnið saman í litlum hópum: a) Nefnið dæmi um hluti úr plasti sem þið notið daglega. b) Hverjir eru helstu kostirnir við plast? c) Hverjir eru helstu ókostir plasts? d) Hvernig getum við minnkað plastnotkun? e) Gerið áætlun um hvernig hægt er að minnka plastnotkun: heima hjá ykkur, í bekknum eða í skólanum. Hugsið líka um: Hvað gæti komið í stað plasts? Hvað getið þið sjálf gert strax í dag? 2

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=