52 • Mörg en alls ekki öll vandamál jarðarinnar eru af mannavöldum. • Mest öll mengun af mannavöldum kemur frá orkuframleiðslu, iðnaði, flutningum, landbúnaði og rusli. Mengun bitnar helst á fátækari löndum heims. Þessi lönd þurfa oft að glíma við flóð, þurrka og matarskort. • Ein leið til að hjálpa jörðinni er að breyta um lífsstíl. Það gerum við með því að minnka neyslu. Neysla þýðir hversu mikið við kaupum, notum og hendum. Lífsstíll okkar hefur áhrif á náttúruauðlindir jarðar. Mestu máli skiptir að nota minna og sleppa því að kaupa það sem við getum komist af án. • Fólk í ríkari löndum heimsins á yfirleitt meira en nóg af öllu og þess vegna hendir það stundum hlutum sem eru í lagi. Fólk hendir mat og það hendir fötum sem eru ekki lengur í tísku. Þessi hegðun fer ekki vel með jörðina. • Í mörgum tilfellum notum við auðlindir jarðarinnar eins og þær séu ótæmandi og nóg sé til af þeim. Endurvinnsla og endurnýting skiptir miklu máli og flokkun sorps dregur úr mengun. • Því meira sem við kaupum því stærra verður vistspor okkar. Fólk í ríkum löndum skilur eftir sig miklu stærra vistspor en fólk í fátækari löndum, því það getur keypt miklu meira. • Matarsóun er mikil í ríku löndunum. Á Íslandi er talið að hver einstaklingur hendi um 160 kg af mat á ári. Samantekt
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=