51 Skordyr hjálpa lífríkinu Sumum er illa við skordýr og finnst til dæmis köngulær eða býflugur ekki mjög aðlaðandi. Öðrum finnst heimur skordýranna mjög heillandi og áhugaverður. Án skordýra gætu plöntur ekki fjölgað sér og myndu smám saman deyja út. Skordýr eru líka fæða fyrir fjölmargar dýrategundir. Býflugur og humlur eru afar mikilvægar öllu lífi á jörðinni og þær eru mjög afkastamiklir frjóberar. Vegna hlýnunar jarðar kemur vorið fyrr en áður til okkar. Þá er hætta á að flugur vakni of snemma úr dvala. Þannig að plöntur sem þær nærast á og frjóvga í leiðinni eru ekki tilbúnar. Humlur og býflugur geta líka lent í vandræðum ef það er of lítið af blómum og gróðri sem þær geta nýtt, til dæmis vegna aukinnar byggðar eða einhæfrar ræktunar. Víða í heiminum er reynt að hjálpa býflugum, humlum og öðrum skordýrum með því að búa til villigarða. Villigarður er svæði sem ekki er slegið þar sem fjölbreyttur gróður fær að vaxa villtur. Um allan heim er notað eitur til að verjast skordýrum sem geta eyðilagt matvælauppskeru. Vanda- málið er að skordýraeitur gerir ekki greinarmun á „vondum“ og „góðum“ skordýrum. Það drepur líka býflugur, humlur og önnur smádýr sem eru okkur nauðsynleg í náttúrunni. Veistu hvað þú getur gert ef humla villist inn til þín? En geitungar? Getur þú fundið leiðir til að hjálpa humlum, geitungum og býflugum sem koma inn í hús? Ojj!
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=