50 Ein sniðug leið er að setja upp nytjamarkað eða skiptimarkað fyrir föt og annað sem nemendur eru hættir að nota. Eiturefni Við framleiðslu eru stundum notuð hættuleg og skaðleg efni. Oft berast mengandi eiturefni og alls konar rusl út í ár, vötn og höf. Olíuleki frá skipum, verksmiðjum og landbúnaði eru dæmi um eiturefni sem geta haft alvarlegar afleiðingar á allt líf. Plast sem við notum endar oft í sjó og vötnum og eyðist ekki. Fiskar, fuglar og önnur dýr halda að smáar plastagnir séu matur og gleypa þær. Um allan heim er notað eitur til að útrýma skordýrum sem geta eyðilagt matvælauppskeru. Skordýraeitur þekkir hins vegar ekki muninn á skaðlegum skordýrum og skordýrum sem eru okkur lífsnauðsynleg. Það drepur líka býflugur, humlur, fugla og önnur smádýr. Í landbúnaði bera bændur áburð og skordýraeitur á akrana sína til að fá sem mesta uppskeru. Hér á Íslandi er sem betur fer notað mun minna af eiturefnum en í mörgum öðrum löndum heims. Eiturefnin drepa ekki bara skordýr, þau menga líka jarðveg og töluvert magn þeirra endar í korni og öðrum matvælum. Eiturefni finnast ekki bara í matvælum heldur líka í snyrtivörum, ilmefnum og mörgu öðru. Eiturefni geta haft ýmis áhrif á heilsuna okkar, til dæmis valdið ofnæmi. Þess vegna þurfum við að passa vel upp á að nota umhverfisvænar vörur. Það eru vörur sem hafa fengið vottorð frá yfirvöldum um að þær séu ekki skaðlegar. Við verðum sérstaklega að passa okkur á fölsuðum vörum, því þá vitum við ekki hvaða efni við erum að setja í okkur eða bera á líkamann. Eru einhverjir nytjamarkaðir í nágrenni við þig? Hvað gætir þú keypt eða gefið á nytjamarkað í stað þess að kaupa nýtt eða henda?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=