Ég og umheimurinn

49 Tyggjókarlinn Öll getum við haft áhrif á umhverfið og hver og einn einstaklingur getur lagt sitt af mörkum. Gott dæmi um það er Guðjón Óskarsson sem hefur verið kallaður tyggjókarlinn. Hann fann upp á því hjá sjálfum sér að hreinsa tyggjóklessur af götum Reykjavíkur. Honum leiddist að sjá tyggjóklessur út um allt. Á fyrsta degi hreinsunarinnar taldi hann tyggjóklessurnar í Ingólfsstræti í Reykjavík og þær voru um 800 bara öðrum megin götunnar! Guðjón byrjaði að hreinsa tyggjóklessur af götum í sjálfboðavinnu þegar hann missti vinnuna vegna heimsfaraldurs (Covid árið 2019). Hann notar vél sem leysir upp tyggjóið við hundrað gráðu hita. Ef við viljum minnka vistsporið reynum við að kaupa eða fá gefins notuð föt eða annað sem við þörfnumst. Það dregur úr úrgangi (rusli) og hráefni sparast. Gefum fötunum okkar framhaldslíf. Við getum gefið föt til hjálparstarfs eða sett þau í endurvinnslu. Notuð föt eru til dæmis seld á flóamörkuðum og Rauðakrossbúðum. Þá eignast þau framhaldslíf. Ef þú ferð með hluti á nytjamarkaði þá geta aðrir fengið að njóta þeirra. Til hvers erum vid ad endurnyta föt eda hluti?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=