Ég og umheimurinn

48 Grænkerar Rusl, rusl og meira rusl Af hverju hendum við mat eða hlutum? Auðvitað geta verið margar ástæður fyrir því. Stundum teljum við matinn eða hlutina ónýta, gagnslausa, ljóta, úr tísku eða bara eitthvað allt annað. Um leið og einhverju er hent er það orðið að rusli. Eins og þú veist á ruslið að sjálfsögðu að fara í endurvinnslustöðvar. Það er hægt að endurvinna mikið af því sem við hendum, sérstaklega ef það er rétt flokkað. Sumt er ekki hægt að endurvinna. Til dæmis tyggjó, svampa eða einnota bleyjur. Endurvinnsla breytir rusli í nýjar vörur og þannig lengjum við líftíma efna. Endurvinnsla skapar verðmæti, sparar auðlindir og dregur úr mengun. Fiskiroð getur orðið að kremi og plastflöskur geta orðið að flíspeysu. Sumt fólk velur að borða ekki kjöt eða nota aðrar dýraafurðir. Ástæðurnar geta verið mismunandi og blanda af mörgu. Sumum finnst mikilvægt að vernda dýr og vilja ekki borða þau. Önnur velja að borða minna kjöt eða sleppa því alveg til að draga úr mengun og hlífa umhverfinu. Enn önnur sleppa jafnvel alveg því að nota leður eða aðrar vörur úr dýrum. Þetta kallast oft að vera grænkeri.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=