47 • skipulagt betur það sem við verslum í matinn • nýtt matinn betur, því þó dagstimplun sé að renna út getur maturinn verið í lagi. Matur þarf ekki að vera ónýtur þó dagsetningin á stimplinum sé runnin út • geymt matarafganga í ísskáp eða frysti til að nota síðar • eldað passlega mikið og sett minna á diskinn • nýtt matarafganga, til dæmis í nesti Hvers vegna skiptir máli að vinna gegn matarsóun? Finndu að minnsta kosti þrjár ástæður fyrir því af hverju við ættum ekki að henda mat. Er í lagi med jógúrtina? Hún rann út í gær. TIL AÐ DRAGA ÚR MATARSÓUN GETUM VIÐ: Best fyrir dagsetning liðinn Síðasti notkunardagur liðinn „Ljótt“ grænmeti og ávextir bragðast oftast alveg jafn vel og það sem er „fallegra“. Með því að velja ljóta grænmetið gætum við komið í veg fyrir að það lendi í ruslinu. Sumar matvöruverslanir hafa lækkað verð á matvörum sem eru að renna út en er samt í góðu lagi að borða. Það eru ekki bara heimilin sem henda mat. Matvöruverslanir, veitingastaðir og mötuneyti gera það líka. Sem betur fer hefur það breyst til batnaðar og mörg fyrirtæki hafa virkilega tekið sig á og reynt að minnka matarsóun.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=