Ég og umheimurinn

Matarsóun Matarsóun verður þegar mat er hent í stað þess að borða hann. Það gerist þegar við kaupum meiri mat en við þurfum. Við getum auðveldlega minnkað matarsóun og þar með vistsporið í leiðinni. Hefur þú einhvern tíma hugsað um hversu miklum mat við hendum? Sameinuðu þjóðirnar hafa staðið fyrir sérstökum alþjóðlegum degi 29. september ár hvert sem kallast „Stöðvum matarsóun. Fyrir fólkið. Fyrir jörðina.“ Ef þú eða einhver sem þú þekkir á afmæli þennan dag, væri þá ekki sniðugt að áætla matarinnkaup í veisluna þannig að ekkert fari til spillis? Til að forðast matarsóun er mikilvægt að boðsgestir láti vita hvort þeir mæti eða ekki. Hvernig getum við dregið úr matarsóun? Á hverju ári hendir hver Evrópubúi um 130 kg af matvöru og um helmingurinn eða 65 kg koma frá heimilunum. Hinn helmingurinn kemur frá mötuneytum, verslunum og veitingastöðum Á Íslandi hendum við meiru eða um 160 kg á ári þar sem um 64 kg koma frá heimilum. Í dag Á morgun Hefur þú hugsað út í það hvað 160 kg er mikið? Það er eins og að henda um 3.000 eplum á ári. Getur þú búið til fleiri samlíkingar á þyngdinni? 46

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=