Ég og umheimurinn

45 70.000 lítrar 7 kg af bómull af vatni gróðurhúsalofttegundir Einar gallabuxur Lítil saga um gallabuxur Styrmi langar í nýjar gallabuxur. Hann hefur ekki hugsað mikið um vistspor áður og pælir því lítið í að hann á þegar fimm aðrar gallabuxur. En hvað þarf eiginlega til að búa til einar gallabuxur? Þær eru gerðar úr bómull og framleiðsla á bómull krefst mikils vatns, orku og vinnu. Bómull er ekki bara notuð í gallabuxur heldur líka í næstum helming af öllum þeim fötum sem búin eru til. Til að búa til eitt kíló af bómull þarf um 10 þúsund lítra af vatni. Í einar gallabuxur þarf 7 kg af bómull. Þar að auki fara gróðurhúsalofttegundir (til dæmis vegna orku sem vélarnar nota) út í andrúmsloftið. Styrmir hefur aldrei gert sér grein fyrir hversu mikið af alls kyns efnum fer í að framleiða gallabuxurnar sem hann er í. Og hann skilur ekki almennilega allar þessar tölur – en hann er búinn að átta sig á því að það fer rosalega mikið magn af hinu og þessu í að framleiða einar buxur. Þar sem hann er nýbúinn að lesa um vistsporið ákveður hann að láta þessar fimm gallabuxur sem hann á duga þangað til hann stækkar upp úr þeim. Og svo þegar Sindri bróðir hans stækkar, þá gæti hann kannski fengið eitthvað af gömlu buxunum hans. Þá þarf hann ekki að henda neinu til að kaupa nýtt. Vonandi verður Sindri bróðir hans til í það. Útskýrið fyrir öðrum hvernig meiri neysla orsakar meiri mengun og stærra vistspor. Eruð þið dugleg að nota föt af öðrum? Skoðaðu miðana innan í fötunum þínum. Úr hvaða efni eru þau? Algengustu fataefnin eru bómull og pólýester. Pólýester er gerviefni, sem er oftast unnið úr hráolíu í verksmiðju.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=