Ég og umheimurinn

44 Erum vid ad drukkna í drasli? Mörg okkar hafa eflaust velt því fyrir sér af hverju við séum að flokka rusl til endurvinnslu. Ef þú hugsar út í það, þá er margt af því sem við köllum rusl í raun ekki bara „rusl“. Mikið af því er hægt að nota aftur! Það kallast endurvinnsla og hún skiptir miklu máli til að hægja á hlýnun jarðar. Af hverju er endurvinnsla svona mikilvæg? 1. Hún sparar orku og verndar náttúruna. Þegar við endurvinnum þarf ekki alltaf að búa til nýtt hráefni eins og plast, ál eða gler. Það þýðir að verksmiðjur þurfa að nota minni orku, menga minna og þá endast auðlindir jarðar miklu lengur. 2. Hún minnkar rusl sem fer í jörðina. Rusl sem ekki er flokkað er grafið á svæðum sem kallast urðunarstaðir. Þar liggur það oft í mörg hundruð ár áður en það brotnar niður. Með því að flokka og endurvinna ruslið minnkar það sem þarf að grafa og það hefur marga kosti: • Minna land fer undir úrgang. • Minna af eiturefnum lekur út í jarðveginn og hafið. • Minni losun gróðurhúsalofttegunda. • Minni lyktar- og sjónmengun frá ruslahaugum. 3. Endurunnið efni er betra fyrir umhverfið. Þegar vörur eru búnar til úr endurunnu efni þarf yfirleitt minna vatn og minni orku og það veldur minni mengun. Skiptir það einhverju máli? Hvað finnst þér?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=