Ég og umheimurinn

43 Neysla Hefur þú pælt í því hvað við kaupum mikið af fötum og dóti? Kannski kaupir þú ný föt bara af því að þau gömlu eru ekki lengur í tísku – jafnvel þó þau séu alveg í lagi! Í dag kaupir fólk meira en nokkru sinni fyrr. En því meira sem við kaupum, þeim mun meira þarf að framleiða. Og því meira sem við framleiðum, þeim mun meira endar í ruslinu. Mest allt af því sem við kaupum lendir fyrr eða síðar í ruslinu. Við erum kölluð neytendur af því að allt sem við kaupum og notum kallast neysla. Til að framleiða öll þessi föt, raftæki og dót þarf fullt af hráefnum úr náttúrunni – vatn, orku, málma, tré og land. Ef við höldum áfram að framleiða og henda svona miklu, þá eykst bæði magn rusls og mengunar“. Þannig að þegar þú ert næst að hugsa um að kaupa eitthvað nýtt, prófaðu að spyrja sjálfan þig: „Þarf ég þetta virkilega?“ Smá umhugsun getur haft mikið að segja bæði fyrir okkur og fyrir jörðina. Lífsvenjur -- ad kaupa, nota og henda Ísland er ríkt land. Í ríkum löndum á fólk oftast meira en nóg af öllu. Mörgu fólki finnst ekkert athugavert við að henda fötum bara af því að þau eru „ljót“ eða ekki í tísku og kaupa ný föt í staðinn. Þannig hegðun kallast stundum „að kaupa, nota og henda“ lífsstíll. Hann er algengur í ríkum löndum eins og Íslandi, þar sem við getum yfirleitt keypt það sem okkur langar í. Í mörgum fátækari löndum er lífsstíllinn allt annar – þar er fólk oft að nota hluti miklu lengur. Við sem búum hér getum yfirleitt keypt það sem okkur langar í.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=