Ég og umheimurinn

42 Plast, plast og meira plast Plast er efni sem fundið var upp um aldamótin 1900. Það varð vinsælt vegna þess hversu létt, sterkt og ódýrt það er. Plast er endingargott en það er líka hluti af ókostum þess. Plastið eyðist ekki í náttúrunni heldur brotnar niður í litla parta og hverfur ekki. Ef þú lítur í kringum þig þá sérðu hversu ótrúlega mikið af hlutum eru búnir til úr plasti. Síminn þinn, tölvur og leikföng eru bara lítil dæmi. Matvöru er pakkað í plast og umbúðir utan um aðrar vörur eru oft úr plasti. Mikið af fatnaði og skóm er úr plastefnum. Horfðu í kringum þið. Hvaða hlutir eru búnir til úr plasti? Þegar ísinn bráðnar verður til mikið vatn sem rennur út í sjó. Og það getur þýtt að yfir lengri tíma muni yfirborð sjávar hækka. Annað vandamál sem fylgir hækkun hitastigs er að vatn gufar hraðar upp og verður að rigningu. Miklar rigningar geta orsakað flóð, jafnvel á stöðum þar sem yfirleitt eru aldrei flóð. Annarsstaðar verða þurrkar og þeir hafa líka áhrif á allt líf. En það finnst lausn á þessu vandamáli eins og flestum öðrum og við getum gert heilmikið sjálf til að snúa þessari þróun við. Margs konar breytingar hafa orðið á veðri um allan heim. Sumar breytingar eru af mannavöldum og þær getum við haft áhrif á. Og svo eru aðrar breytingar á veðri sem við höfum enga stjórn á. Allar breytingar á veðri, hversu litlar sem þær eru, hafa áhrif á allt líf á jörðinni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=