Ég og umheimurinn

41 Hér á Íslandi búum við í mjög friðsælu landi þar sem fólk hefur yfirleitt meira en nóg af öllu. En það getur líka skapað vandamál. Við kaupum og hendum of miklu. Margt af því sem er búið til og við kaupum er mengandi og svo mengar það líka að henda hlutum. Og þar með stækkar vistsporið okkar. Þó að við getum ekki haft stjórn á öllu, getum við nú samt haft töluverð áhrif með því að ganga vel um jörðina. Flest okkar vilja það og þess vegna verðum við að vita hvert vandamálið er. Auðvitað er leiðinlegt að heyra bara um stríð, náttúruhamfarir eins og jarðskjálfta og eldgos eða þurrka, flóð, mengun og hækkandi hitastig. Sérstaklega vegna þess að það er svo margt annað gott og skemmtilegt í gangi. En með því að læra aðeins um þessi hnattrænu vandamál þá getum við öll tekið þátt í að leysa þau. Við getum öll haft áhrif ef við viljum. Hækkun hitastigs Við höfum áður talað um að hitastig á á jörðinni hafi farið hækkandi undanfarin ár. Nú erum við til dæmis farin að fá ferðamenn frá heitari löndum sem koma til Íslands til „að kæla sig“. En hvað þýðir það þegar hitastig á jörðinni hækkar? Jú, það þýðir meðal annars að ísinn á Norður- og Suðurpólnum bráðnar. Það sama á við um aðra jökla. Þeir bráðna og hverfa. Við sjáum greinileg merki um bráðnun jökla hér á landi. Nokkrir litlir jöklar hafa nú þegar horfið en það mun taka nokkur hundruð ár að bræða stóru jöklana. Ómægad mamma! Nei, elskan ekki meira.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=