Ég og umheimurinn

Spurðu pabba og mömmu eða afa og ömmu eða önnur fullorðin hvort þau muni eftir einhverjum hnattrænum vandamálum frá þeim tíma þegar þau voru á þínum aldri. 40 Ein jörd fyrir okkur öll Sem betur fer gengur lífið oftast nær án teljandi vandræða hjá okkur flestum. Við vöknum glöð og hlökkum til að takast á við daginn, hitta vini okkar í skólanum, mæta á íþróttaæfingar, heimsækja afa og ömmu eða bara slaka á með vinum okkar eftir skóla. Þannig á líka lífið að vera. Bara skemmtilegt. En þannig er það ekki hjá öllum. Það heyrum við til dæmis í fréttum. Þær eru stundum mjög neikvæðar og mörg börn verða kvíðin og óttaslegin. Frændurnir Jón Marlon og Sindri Hrafn eru oft mjög áhyggjufullir yfir því sem þeir heyra í fréttum um stríð og náttúruhamfarir og halda að heimurinn sé að farast. Að allir muni deyja! Sem betur fer er það ekki rétt. Auðvitað koma af og til vandamál hér á jörðinni sem koma okkur öllum við. Þannig vandamál kallast hnattræn vandamál og þau eru yfirleitt bæði erfið og flókin. En það er samt hægt að leysa þau. Sum er hægt að leysa fljótt og vel en önnur tekur lengri tíma að leysa. Í þessum kafla ætlum við að læra um: • umgengni um náttúruna • umhverfisvernd • dýravernd • tengsl við náttúruna LÍFID Á JÖRDINNI Í fréttum er petta helst.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=