Ég og umheimurinn

38 Verkefni Hvað er regnskógur? Finndu á korti hvar helstu regnskógar heims eru. Skoðaðu lífið í skóginum (plöntur, tré og fólk) og lýstu því til dæmis með teikningum. Hvað er auðlind? Nefndu nokkur dæmi um auðlindir. Í kaflanum eru hugtök eins og sjálfbærni, vistspor, mengun, eyðimörk, flóð og lofthjúpur. Hugtökin eru stundum skáletruð. Skiptið kaflanum á milli ykkar og búið til sameiginlegan orðalista. Skrifið eða teiknið skýringar við öll hugtökin (orðin). 1 2 3 Veldu að minnsta kosti eitt af eftirfarandi verkefnum: a) Hvernig ferðast þú á milli staða? Skráðu ferðir þínar í ferðadagbók í eina viku. Skoðaðu dagbókina eftir vikuna. Getur þú valið umhverfisvænni kost í einhverjum af ferðum þínum? b) Hugsaðu um síðustu þrjá hluti sem þú keyptir. Voru þeir nauðsynlegir? Hversu umhverfisvænir voru þessir hlutir? (Voru þeir keyptir notaðir, úr hvaða efnum voru þeir og voru þeir í miklum umbúðum?) c) Hvaðan kemur maturinn sem þú borðar? Reyndu að komast að því hvaðan maturinn kemur. Ef maturinn er innfluttur reyndu þá að komast að því hvaðan hann kemur og hvernig hann er fluttur til landsins. d) Kaupir þú mat í skólanum eða tekur þú með þér nesti? Skoðaðu samsetninguna – hvað af því sem þú borðar er búið til á Íslandi og hvað er flutt inn frá öðrum löndum? Á netinu finnur þú vefsíður þar sem hægt er að reikna út vistspor. Viltu minnka vistsporið eða er það bara fínt eins og það er hér á Íslandi? Af hverju? Af hverju ekki? 5 4

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=