35 Við getum minnkað það með ýmsum hætti, s.s.: • Hendum ekki mat. Taktu frekar minna á diskinn og borðaðu allt. • Valið vörur sem eru framleiddar á Íslandi ef hægt er. Það mengar minna en að flytja vörur langa leið. • Hugsað áður en við kaupum: Þurfum við þetta í alvöru? • Hugsað áður en við hendum: Er hægt að laga hlutinn? Geta aðrir notað hann, t.d. föt? • Sparað bílinn – gengið, hjólað, tekið strætó eða farið með öðrum í bíl. Hefur þú ferðast með flugvél eða skipi? Hvert varstu að fara? Gætir þú hugsað þér að minnka vistsporið þitt með því að fara sjaldnar til útlanda? Dettur þér eitthvað annað í hug til að minnka vistsporið? Íslandi. Við flytjum nánast allt inn af því sem við notum, svo sem föt, raftæki, snjalltæki, bíla og matvæli. Við hendum líka mjög miklu. Sem betur fer eru fleiri og fleiri farnir að átta sig á að það borgar sig að flokka og endurnýta hluti í stað þess að henda þeim. Og við erum líka farin að átta okkur á að það að henda mat er það sama og að henda peningum. Við eigum bara eina Jörð og því er augljóst að við þurfum öll að minnka vistsporið okkar. Við gerum það með því að kaupa minna og nota lengur það sem við eigum, endurnýta, flokka ruslið og endurvinna. Með því að breyta aðeins um lífsstíl sýnum við að við viljum vera ábyrgir jarðarbúar. Hvernig getum vid minnkad vistsporid okkar? - - - Ég er med nesti. Ég hjóla í skólann eda geng. Ég líka! Ég líka!
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=