Ég og umheimurinn

33 Í regnskógum Indónesíu hefur upprunalegur skógur verið ruddur á risastórum svæðum sem eru svo notuð til að rækta olíupálmatré. Pálmaolía er unnin úr ávöxtum olíupálmans, hún er ódýr og notuð í fjölmörg matvæli og snyrtivörur. Pálmaolía er til dæmis notuð í súkkulaði, kartöfluflögur, kex, kökur, pítsudeig, hnetusmjör, núðlur, morgunkorn, þurrkaða ávexti, smjörlíki, barnamat og margar aðrar vörutegundir. Pálmaolía er líka notuð í sápur, kerti, sjampó, þvottaefni og snyrtivörur eins og tannkrem, varasalva, varalit og margt fleira. Ræktun pálmatrjáa sem pálmaolían er unnin úr eyðir búsvæðum margra dýra og ýtir auk þess undir skógareyðingu og þar með hlýnun jarðar. Pálmaolía Vinnið saman í hóp. Finnið Indónesíu á korti. Aflið ykkur upplýsinga um landið og íbúa þess. Hvað er aðallega framleitt í Indónesíu? Hópverkefni Ég er í útrymingarhættu!! Græni veggurinn Þegar land þornar of mikið eyðist gróður og eyðimerkur verða til. Eyðimerkur eru að stækka af ýmsum ástæðum. Algengustu orsakirnar eru ofbeit, loftslagsbreytingar og öfgaveður. Því stærri sem eyðimerkur verða því minna land verður eftir til ræktunar. Eyðimerkur eru því ógn við landbúnað, fæðuöryggi og lífsgæði. Græni veggurinn er verkefni í Afríku sem felst í því að planta miklum fjölda trjáa í samfellda línu þvert yfir Afríku. Þessi græni skógarveggur hjálpar samfélögum á Ég er í útrymingarhættu!!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=