Ég og umheimurinn

32 Regnskógar Margt fólk hefur áhyggjur af eyðingu regnskóganna. Mesta eyðingin á sér nú stað í Brasilíu og Indónesíu. Ýmsar ástæður liggja að baki þessari þróun. Náttúruhamfarir eins og skógareldar og fellibyljir eiga sinn þátt í að eyða skógum. Þá hefur skógar- högg einnig mikil áhrif, þar sem timbur úr regnskógum er eftirsótt söluvara sem skilar miklum hagnaði. Amason Amason-áin Bólivía Kólumbía Perú Paraguay Úrúguay Síle Ekvador Venesúela Argentína Brasilía Regnskógar, stundum líka kallaðir hitabeltisskógar, liggja víða í kringum miðbaug jarðar. Í hitabeltinu skiptist á regntími og þurrkatími í stað sumars og vetrar. Hlýtt veðurfar og mikil úrkoma veldur því að í regnskógunum er fjölbreyttara líf en víðast annars staðar á jörðinni. Þar vaxa fleiri tegundir trjáa en á öðrum skógarsvæðum og fjöldi dýrategunda þar er margfalt meiri en á öðrum stöðum. Vatnsúði sem myndast í skógum er mjög mikilvægur fyrir skýjamyndun. Hann hefur áhrif á lofthjúpinn og þar með talið hitastigið á jörðinni. Já, og alltaf svo gott kaffid frá Kólumbíu. Gód steik! Skógi er til dæmis eytt til að búa til beitilönd fyrir nautgripi til kjötframleiðslu eða til að gera pláss til að rækta verðmætar jurtir eins og til dæmis kaffi og sojabaunir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=