CO2 O2 31 Regnskógar eru kallaðir lungu heimsins vegna þess að þeir breyta lofttegundum eins og koltvísýringi í súrefni. Greta Thunberg Hefur þú heyrt um Gretu Thunberg? Fyrir nokkrum árum, þegar hún var 15 ára, settist hún fyrir framan þinghúsið í Stokkhólmi með skilti sem á stóð „Skólaverkfall fyrir loftslagið“. Á hverjum föstudegi skrópaði hún í skólanum og mætti fyrir framan þinghúsið. Ástæðan var sú að hún vildi að stjórnvöld stæðu við loforð um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið. Mótmæli Gretu vöktu mikla athygli alls staðar í heiminum. Á Íslandi mótmæltu krakkar á Austurvelli í sama tilgangi. Þau stóðu fyrir framan Alþingishúsið og kölluðu slagorð eins og „Við viljum breytingar! Núna“. Manst þú eftir svipuðum mótmælum þar sem þú býrð? Skógar eru ein af auðlindum jarðar. Til að koma í veg fyrir að skógarnir eyðist þarf að planta nýjum trjám í stað þeirra sem eru höggvin. Ef það er gert verða skógarnir sjálfbærir. Stærstu regnskógar heims eru á Amasonsvæðinu í Suður-Ameríku en þeir finnast víðar á jörðinni. Regnskógar hafa mikil áhrif á allt líf á jörðinni. Þar lifir helmingur allra dýra- og plöntutegunda hennar. Á ég ad bjarga jördinni?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=