29 Koltvísyringur (CO2) Sú lofttegund sem hefur mestu áhrifin á hitastig jarðar kallast koltvísýringur. Hann myndast þegar við brennum olíu, gas og kol. Við þann bruna losnar koltvísýringur út í andrúmsloftið þar sem hann safnast fyrir og veldur hlýnun. Því er mikilvægt að draga úr losun koltvísýrings og koma í veg fyrir að magn hans verði of mikið. Það eru ekki bara koltvísýringur sem hitar upp jörðina. Margar aðrar loft- tegundir valda líka mengun og hlýnun. Eldgos geta til dæmis mengað andrúmsloftið mikið. Sama gildir um verksmiðjur, landbúnað og ýmis farartæki eins og bíla, skip og flugvélar – og meira að segja flugelda. Loftmengun er ekki aðeins skaðleg heilsunni, hún getur líka valdið miklum skaða fyrir allt líf á jörðinni. Koltvísýringur (CO2) Koltvísýringur (CO2) Klórflúorkolefni (CFC) og vetnisklórflúorkolefni (HCFC) Myndast við bruna á olíu, gasi og kolum. Dæmi: bílar, skip, flugvélar, orkuver. Voru notuð í ísskápa og spreybrúsa. Metan (CH4) Myndast þegar lífrænar leifar rotna. Dæmi: frá nautgripum, hrísgrjónaökrum og notkun á áburði. Nituroxíð (N2O) Kemur m.a. frá landbúnaði og við bruna á bensíni. Hlýnun jarðar getur aukið hættu á flóðum, skriðuföllum og öðrum náttúruhamförum. Manstu eftir dæmum um staði á Íslandi eða annars staðar í heiminum sem hafa orðið fyrir flóðum eða skriðuföllum? Gródurhúsalofttegundir af mannavöldum.. - Hvað er hæsta hitastig sem þú hefur heyrt um? En það lægsta?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=