Ég og umheimurinn

28 Gróðurhúsaáhrifin eru nauðsynleg fyrir allt líf á jörðinni. Án þeirra væri meðalhitinn 30 gráðum lægri en hann er núna. Það þýðir að hér væri alltaf 18 stiga frost. Það er of kalt fyrir okkur. Þó að lofthjúpurinn sé nauðsynlegur fyrir allt líf, stöndum við þó frammi fyrir vandasömu verkefni. Í mörg ár hefur hitastigið á jörðinni farið hækkandi og á hverju ári eru slegin ný hitamet. Ástæðan er meðal annars mengun. Loftmengun er ekki góð því hún merkir að hættulegar lofttegundir sleppa út í andrúmsloftið. Þessar hættulegu lofttegundir eru kallaðar gróðurhúsalofttegundir. Of mikið af þeim hækkar hitann á jörðinni. Lofthjúpur Sólarljós endurkastast frá yfirborði jarðar Sólarljós endurkastast út í geim frá andrúmslofti Ef of mikið magn er af gróðurhúsalofttegundum þá festist hitinn inni í gufuhvolfinu og hitastig jarðar hækkar Gróðurhúsaloft- tegundir festa hitann frá sólu inni í gufuhvolfi Gróðurhúsalofttegundir af mannavöldum Gróðurhúsalofttegundir Gróðurhúsalofttegundir Koltvísýringur (CO2) Metan (CH4) Vatn (H2O) Nituroxíð (N2O) Ósón (O3) Súrefni Kol Nitur Vetni

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=