26 Á Íslandi finnst jarðhiti sem er ein af auðlindum landsins. Jarðhitaorka er endurnýjanleg orkulind. Langflest hús á Íslandi eru hituð upp með jarðhita (hitaveitu). Ef við hefðum ekki jarðhita yrðum við að hita upp húsin okkar með olíu eða rafmagni. Það er bæði dýrara og mengar meira. Rafmagn og jardhiti Við eigum líka ár og fossa (vatnsföll) og við notum vatnið úr þeim til að búa til rafmagn. Rafmagn sem kemur úr ám og fossum kallast græn orka. Hún er eftirsóknarverð því hún eyðist ekki. Þegar ákveðið er hvort virkja eigi vatnsfall (á eða foss), er mikilvægt að taka tillit til náttúruverndar. Það þarf að vera jafnvægi á milli nýtingar og verndar. Flestar þjóðir heims nota olíu, gas eða kol til að framleiða rafmagn. Þegar olía, kol og gas brennur myndast mikið af lofttegundum sem hafa skaðleg áhrif á náttúruna. Í sumum löndum eru líka kjarnorkuver sem framleiða rafmagn. Margar leiðir eru til að framleiða rafmagn, til dæmis með því að nýta vindorku í vindmyllum eða sólina með sólarrafhlöðum. Orkuþörf fer vaxandi vegna þess að við notum svo mikið af tækjum og tólum sem ganga fyrir rafmagni.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=