24 Skoðum þetta betur. • Auðlindir sem endurnýjast ekki Þeim má líkja við afmælisköku. Þegar hún er búin, kemur hún ekki aftur. Kol, olía, gas og málmar eru dæmi um auðlindir sem klárast einhvern tíma. • Auðlindir sem nóg er til af Þær endurnýjast stöðugt. Dæmi um slíkar auðlindir eru vatn í ám, vindur og sólarljós. Þær eru notaðar í vatnsaflsvirkjanir, vindmyllur og sólarsellur sem framleiða rafmagn. • Auðlindir sem geta endurnýjast ef við förum vel með þær Fiskurinn í sjónum, jarðhiti og skógarnir eru dæmi um slíkar auðlindir. Ef við veiðum ekki of mikið, nýtum jarðhitann skynsamlega og gróðursetjum ný tré í stað þeirra sem eru höggvin, geta þessar auðlindir haldið áfram að gefa okkur gæði um ókomin ár. jarðvegur kol kjarnorka jarðefna- eldsneyti málmar og steinefni jarðgas Audlindir sem endurnyjast ekki sólarljós vindorka vatnsafl jarðhiti plöntur Audlindir sem endurnyjast Við getum flokkað auðlindir í tvennt. Í fyrri flokknum eru auðlindir sem endurnýjast ekki en í hinum flokknum eru auðlindir sem endurnýjast.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=