Ég og umheimurinn

23 Hráefni er ein tegund auðlinda. Hráefni er orð sem er notað yfir öll efnin sem við nýtum úr náttúrunni. Fiskurinn í sjónum, beitarlönd fyrir hesta, kindur og kýr og jarðhiti til ræktunar eru allt náttúruauðlindir. Kol, olía, jarðgas, sól, vindur og fossar eru dæmi um auðlindir sem gefa okkur orku. Úr málmum eru smíðuð skip, bílar og flugvélar. Þekking er verðmæt auðlind, því án hennar myndum við ekki getað búið til neitt. Ljósaperur væru lítils virði ef ekki væri búið að finna upp rafmagn. Af sumum auðlindum er til meira en nóg. Sólarljósið er dæmi um þannig auðlind. Svo eru aðrar auðlindir sem er ekki nógu mikið til af og við verðum að fara sparlega með og nota ekki of mikið af þeim. Fiskurinn í sjónum er dæmi um slíkar auðlindir. Ef við veiðum of mikið af þeim deyja þeir smám saman út. Við reynum að vernda fiskinn með því að takmarka veiðar. jarðhiti námugröftur jarðvegur, möl, grjót heitt vatn – hita heimili, gróðurhús, sundlaugar og fleira bílar þurfa orku eins og til dæmis olíu, bensín, rafmagn eða metan. flugvélar þurfa olíu skip þurfa olíu gróðurhús þurfa hita og rafmagn rafmagn vatnsafl sólarorka

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=