Ég og umheimurinn

22 Hálendi Íslands er talið vera dýrmæt auðlind. Hvað haldið þið að sé átt við með því? Hvaða fleiri auðlindir höfum við á Íslandi? Audlindir Auðlindir jarðar eru í stuttu máli allt sem náttúran gefur okkur og við getum notað. Landsvæði, vatn, sólarljós, fiskurinn í sjónum, tré og skógar eru dæmi um auðlindir sem við notum. Sumar auðlindir eru takmarkaðar og á jörðinni býr margt fólk þannig að við verðum að fara sparlega með þær. Ástand jarðarinnar hefur farið versnandi vegna þess að margir nota auðlindirnar eins og það sé nóg af þeim. Það þýðir samt ekki að við öll höfum það verra. Lífsgæði sumra hafa batnað meðan lífsgæði annarra hafa staðið í stað eða versnað. Lífsgæði þýðir að fólk hefur aðgang að því helsta sem það þarf eins og tekjum, húsnæði, mat, heilsugæslu og menntun. Á Íslandi eru lífsgæði mikil en víða annars staðar eins og í Suður-Súdan eða á Gaza eru lífsgæðin minni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=