Ég og umheimurinn

20 Sjálfbær þróun þýðir að við verðum að ganga vel um jörðina og skiljum eftir nóg svo komandi kynslóðir geti líka lifað góðu lífi. Æ, takk! Þetta er ókeypis fyrir okkur öll! Ég var fyrstur! Félagsleg sjálfbærni Efnahagsleg sjálfbærni Sjálfbærni Við minntumst aðeins á sjálfbæra þróun í kaflanum hér á undan. Það eru til margar skýringar á hugtakinu sjálfbærni. Ein þeirra er að við eigum öll að geta fengið helstu þörfum okkar fullnægt. Við höfum öll þörf fyrir hreint vatn, mat, húsaskjól, menntun og læknisþjónustu. Jörðin okkar getur vel uppfyllt allar þessar þarfir en við verðum að gæta þess að nýta auðlindir hennar þannig að þær dugi líka fyrir komandi kynslóðir. Umhverfisleg sjálfbærni Við getum tekið lítið dæmi um sjálfbærni. Ef tré er höggvið í skóginum þarf að gróðursetja nýtt tré í staðinn. Annars gæti skógurinn smám saman horfið. Allt tengist hvert öðru! Þú mátt fá minn! 20

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=