18 Hvað eru mannréttindi? Heldur þú að allir í heiminum njóti jafnra mannréttinda? Eru einhverjir hópar sem njóta ekki mannréttinda? Af hverju er mikilvægt að mannréttindi gildi fyrir öll, án undan- tekninga? Í sumum löndum þurfa börn að vinna mjög erfiða og hættulega vinnu, til dæmis í fataverksmiðjum. Í öðrum löndum neyðast börn jafnvel til að taka þátt í stríðum og eru kölluð barnahermenn. Leitið upplýsinga um barnaþrælkun eða barnahermenn og reynið að setja ykkur í spor barnanna. Hvernig gæti daglegt líf þeirra litið út? Hópavinna: 1. Hafið þið einhvern tímann unnið fyrir peningum? Ef svo er, hvernig vinna var það? 2. Hvers vegna þurfa sum börn að vinna en önnur ekki? Er það sanngjarnt? 3. Heimavinna: Spyrjið foreldra eða afa og ömmu eða einhver önnur fullorðin hve gömul þau voru þegar þau byrjuðu að vinna fyrir launum. Hvernig vinna var það? 4. Leitið upplýsinga um hver vinnutími barna hér á landi er, út frá aldri. Í kaflanum eru mörg hugtök. Til dæmis: • mannréttindi • Barnasáttmálinn • Sameinuðu þjóðirnar • hnattræn hlýnun • loftslagsráðstefna Skiptið kaflanum á milli ykkar í bekknum og búið til sameiginlegan orðalista. Skrifið skýringar við öll orðin. 7 8 9 10
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=