17 Vinnið saman, tvö eða fleiri, og skoðið heimsmarkmiðin 17. Veljið eitt markmið og svarið eftirfarandi spurningum. 1. Um hvað fjallar markmiðið? 2. Hver eru helstu undirmarkmið þess? 3. Hvernig gengur að ná markmiðinu? 4. Er eitthvað sem þið getið gert til að markmiðið náist? Búið til kynningu á niðurstöðum ykkar. Kynnið markmiðið fyrir öðrum í bekknum. Upplýsingar má finna á netinu meðal annars á KrakkaRÚV og heimsmarkmidin.is. Kynnið ykkur sögu Malölu Yousafzai. Þið getið horft á heimildarmynd, lesið bók, blaðagrein eða vefsíðu. Búið til kynningu fyrir bekkinn. Þið getið til dæmis skrifað, teiknað, leikið eða búið til myndband. Í Barnasáttmálanum eru margar greinar um réttindi barna. 1. Veljið eina grein úr sáttmálanum og búið til kynningu á henni fyrir bekkinn (texti, myndir, myndbönd, tónlist og fleira). 2. Nefnið nokkur dæmi um réttindi og nokkur dæmi um skyldur sem börn á Íslandi hafa. 3. Hvaða réttindi og skyldur hafið þið heima hjá ykkur eða í skólanum? Grunnreglur Barnasáttmálans eru fjórar. Hverjar eru þær? Hvernig gengur að fara eftir þessum reglum, til dæmis í skólanum þínum? 3 4 5 6
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=