Ég og umheimurinn

16 • Nær öll ríki heims tilheyra Sameinuðu þjóðunum. Þær voru meðal annars stofnaðar til að stuðla að friði og draga úr hættu á styrjöldum. • Sameinuðu þjóðirnar hafa það hlutverk að leysa úr vandamálum og ágreiningi sem kemur upp á milli ríkja. • Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru 17 og eiga að hjálpa okkur að gera jörðina að enn betri stað. • Markmiðin eru leiðarvísir um hvernig við getum gert jörðina sjálfbæra. Sjálfbær jörð þýðir að við eigum að skila henni í jafn góðu eða í betra ástandi til komandi kynslóða. • Hlýnun jarðar er verkefni sem þarf að leysa. Í því felst meðal annars að öll ríki heims verða að draga úr mengun. Samantekt Verkefni Kynnið ykkur starfsemi Sameinuðu þjóðanna. 1. Hvenær voru samtökin stofnuð og hvers vegna? 2. Hver eru helstu markmið þeirra? 3. Hvaða máli skipta samtökin? Veljið ykkur eina undirstofnun Sameinuðu þjóðanna og kynnið ykkur hana vel. Segið til dæmis frá því fyrir hvað stofnunin stendur, hver helstu verkefnin eru og hvað ykkur finnst um hana. Dæmi um stofnanir til að skoða eru: Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF 1 2 Flóttamannastofnun, UNHRC Menningarmálastofnun, UNESCO Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=