Ég og umheimurinn

Loftslagsrádstefna Sameinudu pjódanna Við heyrum stundum talað um hnattræna hlýnun og mörg okkar hafa áhyggjur af því að hitinn á jörðinni sé að hækka. Fyrir rúmum 30 árum gerðu ríki Sameinuðu þjóðanna samkomulag um að reyna að stöðva hækkun hitans. Þau urðu sammála um að hann mætti ekki hækka um meira en 2 °C frá því sem hann var þá. Ein helsta ástæðan fyrir hlýnun jarðar er mengun. Þess vegna þurfa öll ríki heims að setja sér markmið um að menga minna. Til að meta hversu vel þjóðum heims gengur að taka til heima hjá sér og koma í veg fyrir hækkun hitastigs er á hverju ári ráðstefna sem kallast Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna. Á svona ráðstefnum koma oft fram nýjar hugmyndir eða markmið sem þjóðir heims geta sameinast um. Á einni ráðstefnunni var til dæmis ákveðið að stofna sérstakan loftslagssjóð. Peningarnir í þessum sjóði eru notaðir til að bæta fyrir það tjón sem hækkun hitastigs hefur haft. 1° 14

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=