13 Malala Yousafzai Menntun getur breytt lífi fólks og samfélaga. Hvernig heldur þú að hún geti hjálpað til við að minnka fátækt og hungur og stuðla að jafnrétti kynjanna? Skrifaðu eða segðu frá dæmum sem sýna þetta. Það er ekki auðvelt að átta sig á því hvernig vörur eru framleiddar því mörg fyrirtæki gefa það ekki upp. Þess vegna er stundum óljóst hvort börn hafi þurft að vinna við framleiðsluna. Til að vera viss er hægt að athuga hvort varan sé með vottun, til dæmis Fairtrade-merki. Þá er tryggt að hún hafi verið framleidd á sanngjarnan hátt. Einnig er hægt að skoða verðið. Ef varan er mjög ódýr, er líklegt að þau sem framleiða hana hafi ekki fengið sanngjörn laun. Árið 2014 fékk Malala Yousafzai Friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu sína fyrir rétti allra barna til menntunar. Hún var þá aðeins 17 ára og yngsta manneskjan sem hafði hlotið verðlaunin. Malala gaf verðlaunaféð til að stofna framhaldsskóla fyrir stúlkur í heimalandi sínu, Pakistan. Hún er gott dæmi um hvernig rödd einnar manneskju getur haft mikil áhrif og vakið stuðning í baráttu gegn óréttlæti í heiminum. Menntun er öflugasta tækið til að berjast gegn fátækt, hungri og til að stuðla að jafnrétti kynjanna. Eitt barn, einn kennari, ein bók og einn penni geta breytt heiminum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=