Ég og umheimurinn

12 Hefur þú heyrt um barnaþrælkun? Í mörgum fátækari löndum heims eru börn látin vinna hættulega og erfiða vinnu. Í löndum eins og Bangladess, Indlandi og víðar vinna sum börn langan vinnudag, eins og til dæmis í fataverksmiðjum. Vinnutíminn getur verið í 10–12 tímar á dag þar sem börn vinna við að búa til gallabuxur, bómullarboli og annan fatnað sem seldur er um allan heim. Þessi börn fá oft lítil laun og missa af menntun sem þau þurfa á að halda. Barnaþrælkun er þegar börn eru látin vinna störf sem eru ekki við hæfi barna. Það getur verið í verksmiðjum eða við önnur hættuleg störf. Í sumum löndum neyðast börn jafnvel til að taka þátt í stríðum og eru þá kölluð barnahermenn. Barnaprælkun Getur verið að sum föt eða og aðrar vörur sem þú kaupir séu búin til af börnum? Margar fjölskyldur í fátækum löndum eru háðar tekjum sem börnin vinna sér inn. Er í lagi að leyfa börnum að vinna ef þau vilja það? Hefur þú heyrt talað um barnahermenn? Leitaðu upplýsinga um hvað það merkir og í hvaða löndum börn hafa neyðst til að taka þátt í stríðum. Hvernig heldur þú að vinnuaðstæður barna í fátækum löndum séu? Leitaðu upplýsinga frá tveimur til þremur löndum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=