Ég og umheimurinn

11 Sáttmálar sem sameinuðu þjóðirnar búa til eru samningar en ekki lög. Því kemur fyrir að einhver ríki brjóti sáttmálann og komi illa fram við börn og fullorðna. Á Íslandi hefur börnum sem eiga sér annað móðurmál en íslensku eða hafa aðra menningu eða trú farið fjölgandi. Orðið menning þýðir siðir, venjur og tungumál sem fólk hefur. Á Íslandi alast börn til dæmis upp við öðruvísi menningu en börn sem alast upp í Víetnam eða Póllandi. Við erum öll ólík. Það er gaman að skoða menningu og hvernig hún hefur áhrif á líf okkar. Ef þú hefðir alist upp í Víetnam myndir þú líklega kunna fjölmörg orð yfir bambustré. Á Íslandi eru til miklu fleiri orð yfir snjó en í heitari löndum. Hvað þekkir þú mörg orð sem tengjast snjó? Öll börn sem flytjast hingað eiga að fá að njóta sinnar menningar. Þau eiga líka rétt á að nota sitt eigið tungumál og þau mega tilheyra þeim trúarbrögðum sem þau vilja. Þó að við séum af ólíkum uppruna, mismunandi í laginu og á litinn þá höfum við öll sömu réttindin. Það á að koma eins fram við öll börn. Cây tre Hundslappadrífa

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=