Sameinuðu þjóðirnar hafa búið til sérstakan sáttmála um réttindi barna. Í honum stendur að öll börn, hvar sem er í heiminum, eigi sama rétt til að lifa og alast upp í friði. Tilgangurinn með sáttmálanum er að gera líf barna sem best. Barnasáttmálinn hefur haft góð áhrif á líf barna. Til dæmis fara næstum öll börn nú í skóla eða um 90%. Barnadauði hefur minnkað um meira en helming. Með barnadauða er átt við hversu mörg börn deyja til dæmis úr sjúkdómum áður en þau ná fimm ára aldri. Barnadauði er mjög lítill á Íslandi í samanburði við flest lönd í heiminum. Á Íslandi er embætti sem kallast Umboðsmaður barna. Hlutverk umboðsmanns er að vera talsmaður allra barna á Íslandi. Hans hlutverk er að sjá til þess að tekið sé tillit til réttinda, þarfa og hagsmuna barna. Hvaða réttindi finnst þér að börn eigi að hafa? En skyldur? Af hverju þarf sérstakan Barnasáttmála? Hafa fullorðnir einhver réttindi eða skyldur sem börn hafa ekki? Hvaða réttindi og skyldur hafa börn sem fullorðnir hafa ekki? Barnasáttmáli Sameinudu pjódanna HUGTAKIÐ BARN PERSÓNULEG AUÐKENNI FÉLAGAFRELSI BÖRN SEM FLÓTTAMENN MARKMIÐ MENNTUNAR MENNING, TUNGUMÁL, TRÚARBRÖGÐ MINNIHLUTAHÓPA VERND GEGN MISBEITINGU HVERNIG BARNASÁTTMÁLINN VIRKAR BÖRN Í HALDI VERND Í STRÍÐI BATI OG AÐLÖGUN BÖRN SEM BRJÓTA LÖG BESTU LÖGIN GILDA ALLIR VERÐA AÐ ÞEKKJA RÉTTINDI BARNA HVÍLD, LEIKUR, MENNING OG LISTIR VERND GEGN SKAÐLEGRI VINNU VERND GEGN SKAÐLEGUM VÍMUEFNUM VERND GEGN KYNFERÐISOFBELDI VERND GEGN BROTTNÁMI, VÆNDI OG MANSALI FÖTLUÐ BÖRN HEILSUVERND, VATN, MATUR, UMHVERFI EFTIRLIT MEÐ VISTUN BARNA UTAN HEIMILIS FÉLAGSLEG OG EFNAHAGSLEG AÐSTOÐ NÆRING, FÖT OG ÖRUGGT HEIMILI AÐGANGUR AÐ MENNTUN PERSÓNUVERND OG EINKALÍF AÐGENGI AÐ UPPLÝSINGUM ÁBYRGÐ FORELDRA VERND GEGN OFBELDI UMÖNNUN UTAN FJÖLSKYLDU ÆTTLEIDD BÖRN TENGSL VIÐ FJÖLSKYLDU TENGSL VIÐ FORELDRA Í ÖÐRUM LÖNDUM VERND GEGN BROTTNÁMI VIRÐING FYRIR SKOÐUNUM BARNA FRELSI TIL AÐ DEILA HUGMYNDUM SÍNUM SKOÐANA- OG TRÚFRELSI ÖLL BÖRN ERU JÖFN ÞAÐ SEM BARNINU ER FYRIR BESTU RÉTTINDI GERÐ AÐ VERULEIKA LEIÐSÖGN FJÖLSKYLDU LÍF OG ÞROSKI NAFN OG RÍKISFANG BARNASÁTTMÁLI SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA Á vef Umboðsmanns barna barn.is eru upplýsingar um Barnasáttmálann á mörgum tungumálum. 9
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=