Ég og umheimurinn

101 Er hægt að halda því fram að einhver ein trúarbrögð séu réttari en önnur? Rökstyðjið svarið. Hvaða trúarbrögð eru fjölmennust í heiminum? Veljið ein trúarbrögð og búið til kynningu um þau: a) Hver er guð þessarar trúar eða guðir? b) Hvað einkennir trúna sem þið eruð að kynna ykkur? c) Í hvaða löndum er þessi trú útbreiddust? d) Hver eru helstu helgirit þessarar trúar? e) Skiptist þessi trú í undirflokka og þá hverja? f) Kynnið ykkur tákn sem eru notuð og fyrir hvað þau standa. g) Hvernig er trúin iðkuð? h) Hverjar eru helstu trúarhátíðir hverrar trúar? Hvernig fara þær fram? Veljið tvenn trúarbrögð og berið þau saman. Hvað er líkt og ólíkt með þeim? Hópavinna: Kynnið ykkur lífsskoðunarfélög eða hópa sem ekki flokkast undir trúarbrögð. Veljið eitt lífsskoðunarfélag og búið til kynningu á því. Leitið upplýsinga á netinu eða annars staðar um helstu trúfélög á Íslandi? Hver eru þrjú stærstu trúfélögin? Hvernig tengist menning og trú á Íslandi? Hvað eru fordómar? Hvernig er hægt að koma í veg fyrir fordóma? 2 3 4 5 6 7 8

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=