Ég og umheimurinn

100 • Trú tengist lífsskoðun fólks og allt fólk á rétt á sinni lífsskoðun. Ef þú trúir þá máttu það. Á Íslandi er trúfrelsi sem merkir að hver og einn má velja sína trú án afskipta annarra. Þú mátt líka velja að trúa ekki á neitt. • Til eru mörg ólík trúarbrögð sem eiga það sameiginlegt að setja reglur um hvernig fólk eigi að hegða sér í samskiptum. Í mörgum trúarbrögðum fer fram einhvers konar vígsla þegar börn eru tekin í fullorðinna manna tölu. • Siðir og menning getur verið ólík milli trúarbragða. Landslög eru þó æðri reglum sem trúfélög setja og öll verða að fylgja landslögum þess lands sem búið er í hverju sinni. • Í flestum trúarbrögðum er einhver æðri máttur sem fólk trúir á. Í kristni, íslam og gyðingatrú er þessi æðri máttur einn og sami guðinn. Hjá gyðingum kallast hann Jahve, í íslamstrú Allah og hjá kristnu fólki Guð. Í hindúatrú og ásatrú eru margir ólíkir guðir. • Fólk hefur alla tíð trúað á eitthvað og leitað skýringa á spurningum um lífið og tilveruna sem það skilur ekki eða hefur enga stjórn á. • Fordómar stafa yfirleitt af þekkingarleysi. Margt fólk óttast það sem það þekkir ekki. Fordómar byggja á neikvæðum lýsingum af ákveðnum hópum í samfélaginu. Samantekt Verkefni Frá því að sögur hófust hefur fólk trúað einhverjum yfirnáttúrulegum fyrirbærum. Hver gæti verið skýringin á því? 1

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=