Ég og umheimurinn

98 Menning og trú Þegar talað er um menningu er átt við siði, venjur og reglur sem við höfum lært af öðrum í samfélaginu. Séríslensk menning er til dæmis tungumálið, þjóðfáninn og þjóðsöngurinn. Hér er siður að heilsast með handabandi og borða með hnífapörum þótt hvorugt sé séríslenskt. Trúarbrögð eru líka hluti af menningu. Hefur þú til dæmis tekið eftir því að það er kross í íslenska þjóðfánanum og þjóðsöngurinn er eiginlega sálmur. Þó að fólk geti valið hvort það trúi á eitthvað eða ekki, þá eru mikil tengsl á milli menningar og kristni á Íslandi. Í sumum trúarbrögðum ganga börn í gegnum sérstaka vígslu sem á að tákna að barnið sé að hætta að vera barn og verða fullorðið. Hjá kristnum trúfélögum kallast vígslan ferming en það er trúarathöfn þar sem ungmenni staðfestir skírn sína. ... eitt eilífdar smáblóm med titrandi tár, sem tilbidur gud sinn og deyr ... - - - - Velkominn í fullordinna manna tölu, elsku frændi! Takk fyrir! - Til hamingju med ferminguna! -

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=