Ég og umheimurinn

Myndhöfundur: Blær Guðmundsdóttir ÉGOG UMHEIMURINN GARÐAR GÍSLASON

Ég og umheimurinn IISBN 978-9979-0-2786-7 © 2025 Höfundur Garðar Gíslason © 2025 Myndhöfundur Blær Guðmundsdóttir Ritstjórn: Sigrún Sóley Jökulsdóttir Faglegur lestur á lokahandriti: Ellen Klara Eyjólfsdóttir og Sigríður Wöhler, grunnskólakennarar, Nói Kristinsson og Ragnar Ólafsson, sérfræðingar hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Faglestur á handriti í vinnslu: Aron Ingi Guðmundsson, Eygló Sigurðardóttir, Hilmar Þór Sigurjónsson, Sigríður Steinunn Karlsdóttir, Sigríður Valdimarsdóttir, Sigrún Valdimarsdóttir og Sigurlína Freysteinsdóttir grunnskólakennarar, Tryggvi Jakobsson landfræðingur. Bestu þakkir fyrir góðar ábendingar og rýni fá nemendur í 6. bekk KBR og RF í Foldaskóla 2024. Jóna Pálsdóttir, fyrrum jafnréttisráðgjafi hjá menntamálaráðuneytinu, fær þakkir fyrir ómetanlega aðstoð við verkið. Málfarslestur: Harpa Jónsdóttir og Ingólfur Steinsson 1. útgáfa 2025 Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Kópavogur Hönnun og umbrot: Blær Guðmundsdóttir Prentun: Prentmiðlun ehf. / Lettland – umhverfisvottuð prentsmiðja

ÉGOG UMHEIMURINN Myndhöfundur: Blær Guðmundsdóttir Garðar Gíslason

ÖLL SAMAN Allur heimurinn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4 Sameinuðu þjóðirnar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6 Heimsmarkmiðin . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7 Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna .......... 9 Reglurnar fjórar ................................ 10 Barnaþrælkun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12 Malala Yousafzai . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 13 Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna ...... 14 Samantekt og verkefni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 16 EFNISYFIRLIT BARA EIN JÖRD Sjálfbærni................................... 20 Hvað getur þú gert? . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 21 Auðlindir.................................... 22 Bláagullið................................... 25 Rafmagnogjarðhiti.......................... 26 Gróðurhúsaáhrif............................. 27 Koltvísýringur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 29 GretaThunberg............................. 31 Græni veggurinn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 33 Vistspor . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 34 Vistvænarsamgöngur....................... 36 Samantektogverkefni....................... 37 LÍFID Á JÖRDINNI Ein jörð fyrir okkur öll . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 40 Hækkunhitastigs............................ 41 Neysla...................................... 43 Lífsvenjur – að kaupa, nota og henda . . . . . . . . . 43 Erum við að drukkna í drasli? . . . . . . . . . . . . . . . . . 44 Matarsóun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 46 Rusl,ruslogmeirarusl....................... 48 Tyggjókarlinn................................ 49 Eiturefni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 50 Samantektogverkefni....................... 52

Hvaðerfriður?.............................. 82 Stríðsátök................................... 84 Hvað veldur átökum? . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 85 Málamiðlun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 86 Friðargæsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 87 Refsiaðgerðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 88 Samskiptiánofbeldis........................ 89 Samantektogverkefni....................... 90 FRIDUR Í HEIMINUM Samvinnaermálið........................... 55 Ójöfnskipting............................... 57 Lífsskilyrði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 58 Ég á þetta og ég má þetta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 61 Öll berum við ábyrgð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 62 Eniga meniga . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 63 Peningarnirþínir............................. 64 Auglýsingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 65 Skattar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 67 Samantektogverkefni....................... 69 AUDÆFI HEIMSINS Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna . . . 71 Réttindi og skyldur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 72 Gagnrýnin hugsun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 74 Ástandið í heiminum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 75 Flóttafólk . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 77 Jafnrétti . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 78 Samantekt og verkefni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 79 MANNRÉTTINDI Trúoglífsskoðun...................... 92 Trúarbrögð............................ 94 Fjölbreytni trúarbragða . . . . . . . . . . . . . . . . 96 Menningogsiðir....................... 96 Gullnareglan.......................... 97 Menningogtrú........................ 98 Fordómar............................. 99 Samantekt og verkefni.. . . . . . . . . . . . . . . . 100 Atriðisorðaskrá........................ 102 TRÚ OG MENNING

4 Í þessum kafla ætlum við að læra um: • Sameinuðu þjóðirnar • heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna • Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna • loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna Allur heimurinn Jörðin er okkar heimili. Við eigum bara eina Jörð og það eru engir aðrir staðir ennþá í boði til að búa á. Við deilum þessari einu Jörð með um 8 milljörðum mannvera ásamt öllum hinum lífverunum sem lifa hér. Mikill munur er á lífi fólks eftir því hvar það býr. Við á Íslandi erum heppin því hér ríkir friður og mikið öryggi en við erum ekki öll jafn heppin. Í sumum löndum eru átök og stríð. Á mörgum stöðum er ekki til nægur matur handa öllum, drykkjarvatnið er mengað og börn komast jafnvel ekki í skóla. ÖLL SAMAN

- HEIMURINN - NORDUR-AMERÍKA SUDUR-AMERÍKA SUDURSKAUTID AFRÍKA ÁSTRALÍA ASÍA EVRÓPA KYRRAHAF KYRRAHAF INDLANDSHAF ATLANTSHAF - - - - NORDUR-ÍSHAF - 5 Hvað finnst þér skipti mestu máli fyrir allt líf á Jörðinni? Skoðaðu myndina. Á henni eru sýnd atriði sem tengjast menningu, dýralífi og ýmsu öðru sem tengist ólíkum svæðum. Þekkir þú einhvern af þessum stöðum? Hefur þú séð einhvern þeirra?

Sameinudu pjódirnar Sameinuðu þjóðirnar eru samtök sem langflest ríki heims eru aðilar að. Þær voru stofnaðar árið 1945, eftir seinni heimsstyrjöldina. Sú styrjöld var svo hryllileg að fólk var almennt sammála um að svona lagað mætti aldrei gerast aftur. Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar til að stuðla að friði og öryggi í heiminum og til að reyna að koma í veg fyrir átök og stríð. Orðið friður þýðir meðal annars að fólk lifi í sátt og samlyndi við aðra. Flest okkar kjósa að búa við frið en ekki átök og spennu. Hefur þú tekið eftir ljósinu frá friðarsúlunni? Hvað finnst þér um þetta útilistaverk? Skoðaðu texta lagsins Imagine eftir John Lennon og Yoko. Um hvað fjallar hann? Er textinn raunsær eða bara draumórar? Hvað finnst þér? Árið 2007 var reist útilistaverk í Viðey sem kallast Friðarsúla en það er há ljóssúla sem varpar sterku ljósi beint upp í himininn til að minna á frið í heiminum. Hún er eftir listakonuna Yoko Ono og tileinkuð eiginmanni hennar, tónlistarmanninum John Lennon sem lést árið 1980. Á hverju ári er kveikt á henni á fæðingardegi Johns, 9. október og slökkt aftur þann 8. desember, á dánardegi hans. Flestir eru sammála um að lagið Imagine sé fallegt og áhrifaríkt og mörgum finnst ljóssúlan sem lýsir upp himininn fallegt tákn sem minnir okkur á frið í heiminum. Öðrum finnst það ekki og segja að ljósið valdi ljósmengun. 6 John var meðlimur í Bítlunum, einni frægustu hljómsveit allra tíma. Hann og Yoko reyndu lengi að vekja athygli á mikilvægi friðar. Neðst á Friðarsúlunni stendur setning á 24 tungumálum: „Að hugsa sér frið“. Á ensku er sagt „Imagine peace“, sem tengist laginu Imagine, sem John og Yoko sömdu.

7 Árið 2015 var samþykkt áætlun sem kallast Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Í henni er að finna leiðbeiningar um hvernig við getum gert jörðina að ennþá betri stað til að búa á. Markmiðin eru sautján og snúast meðal annars um sjálfbæra þróun. Sjálfbær þróun þýðir að við eigum að skila jörðinni til næstu kynslóða eins, eða helst í betra ástandi en við tókum við henni. Næstum öll lönd í heiminum hafa lofað að fara eftir þessum markmiðum. Globalis er vefur sem er samstarfsverkefni á milli Félaga Sameinuðu þjóðanna á Norðurlöndunum. Þar getur þú skoðað hvar átök og stríð eiga sér stað í heiminum. Fridur og öryggi Mannréttindi Réttarríkid Próun Markmið Sameinuðu þjóðanna Sameinuðu þjóðirnar vilja að fólk um allan heim fái að lifa í friði, njóti mannréttinda, búi við réttlæti og eigi möguleika á betra lífi. Helstu markmiðin eru: Heimsmarkmidin

8 Kynnið ykkur bækling Sameinuðu þjóðanna sem heitir Hetjur bjarga heiminum. Þið finnið bæklinginn á netinu. Hvað getið þið lagt af mörkum til þess að stuðla að friði í heiminum? Eru einhverjar aðferðir sem ykkur líst betur á en aðrar? Rædid saman . . Hvad er sjálfbærni? Efnahagsleg sjálfbærni Efnahagur gengur vel, án þess að eyða auðlindum jarðar. Verndum náttúruna og auðlindir okkar fyrir komandi kynslóðir. Fólki og fjölskyldum líður vel. Félagsleg sjálfbærni Umhverfisleg sjálfbærni Meginþemu heimsmarkmiðanna eru: 2030 Það er mikilvægt að þjóðir heims vinni saman og skilji enga hópa útundan. Ef þjóðum heims tekst að ná markmiðum innan gildistíma áætlunarinnar mun líf allra og umhverfi hafa batnað til mikilla muna árið 2030. Mannkynið Engin skilin útundan! Hagsæld Góðar lífslíkur Friður Samstarf Jörðin Verndun náttúru og dýralífs um allan heim manna og þjóða

Sameinuðu þjóðirnar hafa búið til sérstakan sáttmála um réttindi barna. Í honum stendur að öll börn, hvar sem er í heiminum, eigi sama rétt til að lifa og alast upp í friði. Tilgangurinn með sáttmálanum er að gera líf barna sem best. Barnasáttmálinn hefur haft góð áhrif á líf barna. Til dæmis fara næstum öll börn nú í skóla eða um 90%. Barnadauði hefur minnkað um meira en helming. Með barnadauða er átt við hversu mörg börn deyja til dæmis úr sjúkdómum áður en þau ná fimm ára aldri. Barnadauði er mjög lítill á Íslandi í samanburði við flest lönd í heiminum. Á Íslandi er embætti sem kallast Umboðsmaður barna. Hlutverk umboðsmanns er að vera talsmaður allra barna á Íslandi. Hans hlutverk er að sjá til þess að tekið sé tillit til réttinda, þarfa og hagsmuna barna. Hvaða réttindi finnst þér að börn eigi að hafa? En skyldur? Af hverju þarf sérstakan Barnasáttmála? Hafa fullorðnir einhver réttindi eða skyldur sem börn hafa ekki? Hvaða réttindi og skyldur hafa börn sem fullorðnir hafa ekki? Barnasáttmáli Sameinudu pjódanna HUGTAKIÐ BARN PERSÓNULEG AUÐKENNI FÉLAGAFRELSI BÖRN SEM FLÓTTAMENN MARKMIÐ MENNTUNAR MENNING, TUNGUMÁL, TRÚARBRÖGÐ MINNIHLUTAHÓPA VERND GEGN MISBEITINGU HVERNIG BARNASÁTTMÁLINN VIRKAR BÖRN Í HALDI VERND Í STRÍÐI BATI OG AÐLÖGUN BÖRN SEM BRJÓTA LÖG BESTU LÖGIN GILDA ALLIR VERÐA AÐ ÞEKKJA RÉTTINDI BARNA HVÍLD, LEIKUR, MENNING OG LISTIR VERND GEGN SKAÐLEGRI VINNU VERND GEGN SKAÐLEGUM VÍMUEFNUM VERND GEGN KYNFERÐISOFBELDI VERND GEGN BROTTNÁMI, VÆNDI OG MANSALI FÖTLUÐ BÖRN HEILSUVERND, VATN, MATUR, UMHVERFI EFTIRLIT MEÐ VISTUN BARNA UTAN HEIMILIS FÉLAGSLEG OG EFNAHAGSLEG AÐSTOÐ NÆRING, FÖT OG ÖRUGGT HEIMILI AÐGANGUR AÐ MENNTUN PERSÓNUVERND OG EINKALÍF AÐGENGI AÐ UPPLÝSINGUM ÁBYRGÐ FORELDRA VERND GEGN OFBELDI UMÖNNUN UTAN FJÖLSKYLDU ÆTTLEIDD BÖRN TENGSL VIÐ FJÖLSKYLDU TENGSL VIÐ FORELDRA Í ÖÐRUM LÖNDUM VERND GEGN BROTTNÁMI VIRÐING FYRIR SKOÐUNUM BARNA FRELSI TIL AÐ DEILA HUGMYNDUM SÍNUM SKOÐANA- OG TRÚFRELSI ÖLL BÖRN ERU JÖFN ÞAÐ SEM BARNINU ER FYRIR BESTU RÉTTINDI GERÐ AÐ VERULEIKA LEIÐSÖGN FJÖLSKYLDU LÍF OG ÞROSKI NAFN OG RÍKISFANG BARNASÁTTMÁLI SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA Á vef Umboðsmanns barna barn.is eru upplýsingar um Barnasáttmálann á mörgum tungumálum. 9

PAD SEM BARNINU ER FYRIR BESTU Þegar fullorðnir taka ákvarðanir á að hugsa um hvaða áhrif þær hafa á börn og það sem er best fyrir þau. Stjórnvöld eiga að tryggja að foreldrar verndi börn sín og gæti þeirra eða aðrir þegar þörf er á. Stjórnvöld eiga að sjá til þess að fólk sem ábyrgt er fyrir börnum hafi hagsmuni þeirra alltaf að leiðarljósi og staðir sem ætlaðir eru börnum uppfylli einnig þær skyldur. 10 Reglurnar fjórar Öll réttindi Barnasáttmálans eru mikilvæg en fjórar reglur skera sig úr og eru kallaðar grunnreglur. Þær eru: (3.gr.) LÍF OG PROSKI (6.gr.) (12.gr.) VIRDING FYRIR SKODUNUM BARNA Öll börn eiga rétt á því að lifa og þroskast og skulu stjórnvöld tryggja það. Hér er átt við réttindi barna til þess að þroska þá hæfileika sem í þeim búa með aðgengi að menntun, möguleikanum á tómstundum og leik, aðgengi að upplýsingum, trúfrelsi og frelsi til sjálfstæðrar hugsunar. Börn eiga rétt á því að tjá sig um öll málefni sem hafa áhrif á líf þeirra. Fullorðnir eiga að hlusta og taka mark á þeim. (2.gr.) ÖLL BÖRN ERU JÖFN Öll börn eiga að njóta allra réttinda Barnasáttmálans án tillits til hver þau eru, hvar þau búa, hvaða tungumál þau tala, á hvað þau trúa, hvernig þau hugsa og líta út, af hvaða kyni þau eru, hvort þau eru fötluð, rík eða fátæk og án tillits til þess hvað fjölskylda þeirra gerir eða trúir á. Aldrei skal koma fram við barn af óréttlæti.

11 Sáttmálar sem sameinuðu þjóðirnar búa til eru samningar en ekki lög. Því kemur fyrir að einhver ríki brjóti sáttmálann og komi illa fram við börn og fullorðna. Á Íslandi hefur börnum sem eiga sér annað móðurmál en íslensku eða hafa aðra menningu eða trú farið fjölgandi. Orðið menning þýðir siðir, venjur og tungumál sem fólk hefur. Á Íslandi alast börn til dæmis upp við öðruvísi menningu en börn sem alast upp í Víetnam eða Póllandi. Við erum öll ólík. Það er gaman að skoða menningu og hvernig hún hefur áhrif á líf okkar. Ef þú hefðir alist upp í Víetnam myndir þú líklega kunna fjölmörg orð yfir bambustré. Á Íslandi eru til miklu fleiri orð yfir snjó en í heitari löndum. Hvað þekkir þú mörg orð sem tengjast snjó? Öll börn sem flytjast hingað eiga að fá að njóta sinnar menningar. Þau eiga líka rétt á að nota sitt eigið tungumál og þau mega tilheyra þeim trúarbrögðum sem þau vilja. Þó að við séum af ólíkum uppruna, mismunandi í laginu og á litinn þá höfum við öll sömu réttindin. Það á að koma eins fram við öll börn. Cây tre Hundslappadrífa

12 Hefur þú heyrt um barnaþrælkun? Í mörgum fátækari löndum heims eru börn látin vinna hættulega og erfiða vinnu. Í löndum eins og Bangladess, Indlandi og víðar vinna sum börn langan vinnudag, eins og til dæmis í fataverksmiðjum. Vinnutíminn getur verið í 10–12 tímar á dag þar sem börn vinna við að búa til gallabuxur, bómullarboli og annan fatnað sem seldur er um allan heim. Þessi börn fá oft lítil laun og missa af menntun sem þau þurfa á að halda. Barnaþrælkun er þegar börn eru látin vinna störf sem eru ekki við hæfi barna. Það getur verið í verksmiðjum eða við önnur hættuleg störf. Í sumum löndum neyðast börn jafnvel til að taka þátt í stríðum og eru þá kölluð barnahermenn. Barnaprælkun Getur verið að sum föt eða og aðrar vörur sem þú kaupir séu búin til af börnum? Margar fjölskyldur í fátækum löndum eru háðar tekjum sem börnin vinna sér inn. Er í lagi að leyfa börnum að vinna ef þau vilja það? Hefur þú heyrt talað um barnahermenn? Leitaðu upplýsinga um hvað það merkir og í hvaða löndum börn hafa neyðst til að taka þátt í stríðum. Hvernig heldur þú að vinnuaðstæður barna í fátækum löndum séu? Leitaðu upplýsinga frá tveimur til þremur löndum.

13 Malala Yousafzai Menntun getur breytt lífi fólks og samfélaga. Hvernig heldur þú að hún geti hjálpað til við að minnka fátækt og hungur og stuðla að jafnrétti kynjanna? Skrifaðu eða segðu frá dæmum sem sýna þetta. Það er ekki auðvelt að átta sig á því hvernig vörur eru framleiddar því mörg fyrirtæki gefa það ekki upp. Þess vegna er stundum óljóst hvort börn hafi þurft að vinna við framleiðsluna. Til að vera viss er hægt að athuga hvort varan sé með vottun, til dæmis Fairtrade-merki. Þá er tryggt að hún hafi verið framleidd á sanngjarnan hátt. Einnig er hægt að skoða verðið. Ef varan er mjög ódýr, er líklegt að þau sem framleiða hana hafi ekki fengið sanngjörn laun. Árið 2014 fékk Malala Yousafzai Friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu sína fyrir rétti allra barna til menntunar. Hún var þá aðeins 17 ára og yngsta manneskjan sem hafði hlotið verðlaunin. Malala gaf verðlaunaféð til að stofna framhaldsskóla fyrir stúlkur í heimalandi sínu, Pakistan. Hún er gott dæmi um hvernig rödd einnar manneskju getur haft mikil áhrif og vakið stuðning í baráttu gegn óréttlæti í heiminum. Menntun er öflugasta tækið til að berjast gegn fátækt, hungri og til að stuðla að jafnrétti kynjanna. Eitt barn, einn kennari, ein bók og einn penni geta breytt heiminum.

Loftslagsrádstefna Sameinudu pjódanna Við heyrum stundum talað um hnattræna hlýnun og mörg okkar hafa áhyggjur af því að hitinn á jörðinni sé að hækka. Fyrir rúmum 30 árum gerðu ríki Sameinuðu þjóðanna samkomulag um að reyna að stöðva hækkun hitans. Þau urðu sammála um að hann mætti ekki hækka um meira en 2 °C frá því sem hann var þá. Ein helsta ástæðan fyrir hlýnun jarðar er mengun. Þess vegna þurfa öll ríki heims að setja sér markmið um að menga minna. Til að meta hversu vel þjóðum heims gengur að taka til heima hjá sér og koma í veg fyrir hækkun hitastigs er á hverju ári ráðstefna sem kallast Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna. Á svona ráðstefnum koma oft fram nýjar hugmyndir eða markmið sem þjóðir heims geta sameinast um. Á einni ráðstefnunni var til dæmis ákveðið að stofna sérstakan loftslagssjóð. Peningarnir í þessum sjóði eru notaðir til að bæta fyrir það tjón sem hækkun hitastigs hefur haft. 1° 14

15 1,5° 15

16 • Nær öll ríki heims tilheyra Sameinuðu þjóðunum. Þær voru meðal annars stofnaðar til að stuðla að friði og draga úr hættu á styrjöldum. • Sameinuðu þjóðirnar hafa það hlutverk að leysa úr vandamálum og ágreiningi sem kemur upp á milli ríkja. • Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru 17 og eiga að hjálpa okkur að gera jörðina að enn betri stað. • Markmiðin eru leiðarvísir um hvernig við getum gert jörðina sjálfbæra. Sjálfbær jörð þýðir að við eigum að skila henni í jafn góðu eða í betra ástandi til komandi kynslóða. • Hlýnun jarðar er verkefni sem þarf að leysa. Í því felst meðal annars að öll ríki heims verða að draga úr mengun. Samantekt Verkefni Kynnið ykkur starfsemi Sameinuðu þjóðanna. 1. Hvenær voru samtökin stofnuð og hvers vegna? 2. Hver eru helstu markmið þeirra? 3. Hvaða máli skipta samtökin? Veljið ykkur eina undirstofnun Sameinuðu þjóðanna og kynnið ykkur hana vel. Segið til dæmis frá því fyrir hvað stofnunin stendur, hver helstu verkefnin eru og hvað ykkur finnst um hana. Dæmi um stofnanir til að skoða eru: Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF 1 2 Flóttamannastofnun, UNHRC Menningarmálastofnun, UNESCO Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO

17 Vinnið saman, tvö eða fleiri, og skoðið heimsmarkmiðin 17. Veljið eitt markmið og svarið eftirfarandi spurningum. 1. Um hvað fjallar markmiðið? 2. Hver eru helstu undirmarkmið þess? 3. Hvernig gengur að ná markmiðinu? 4. Er eitthvað sem þið getið gert til að markmiðið náist? Búið til kynningu á niðurstöðum ykkar. Kynnið markmiðið fyrir öðrum í bekknum. Upplýsingar má finna á netinu meðal annars á KrakkaRÚV og heimsmarkmidin.is. Kynnið ykkur sögu Malölu Yousafzai. Þið getið horft á heimildarmynd, lesið bók, blaðagrein eða vefsíðu. Búið til kynningu fyrir bekkinn. Þið getið til dæmis skrifað, teiknað, leikið eða búið til myndband. Í Barnasáttmálanum eru margar greinar um réttindi barna. 1. Veljið eina grein úr sáttmálanum og búið til kynningu á henni fyrir bekkinn (texti, myndir, myndbönd, tónlist og fleira). 2. Nefnið nokkur dæmi um réttindi og nokkur dæmi um skyldur sem börn á Íslandi hafa. 3. Hvaða réttindi og skyldur hafið þið heima hjá ykkur eða í skólanum? Grunnreglur Barnasáttmálans eru fjórar. Hverjar eru þær? Hvernig gengur að fara eftir þessum reglum, til dæmis í skólanum þínum? 3 4 5 6

18 Hvað eru mannréttindi? Heldur þú að allir í heiminum njóti jafnra mannréttinda? Eru einhverjir hópar sem njóta ekki mannréttinda? Af hverju er mikilvægt að mannréttindi gildi fyrir öll, án undan- tekninga? Í sumum löndum þurfa börn að vinna mjög erfiða og hættulega vinnu, til dæmis í fataverksmiðjum. Í öðrum löndum neyðast börn jafnvel til að taka þátt í stríðum og eru kölluð barnahermenn. Leitið upplýsinga um barnaþrælkun eða barnahermenn og reynið að setja ykkur í spor barnanna. Hvernig gæti daglegt líf þeirra litið út? Hópavinna: 1. Hafið þið einhvern tímann unnið fyrir peningum? Ef svo er, hvernig vinna var það? 2. Hvers vegna þurfa sum börn að vinna en önnur ekki? Er það sanngjarnt? 3. Heimavinna: Spyrjið foreldra eða afa og ömmu eða einhver önnur fullorðin hve gömul þau voru þegar þau byrjuðu að vinna fyrir launum. Hvernig vinna var það? 4. Leitið upplýsinga um hver vinnutími barna hér á landi er, út frá aldri. Í kaflanum eru mörg hugtök. Til dæmis: • mannréttindi • Barnasáttmálinn • Sameinuðu þjóðirnar • hnattræn hlýnun • loftslagsráðstefna Skiptið kaflanum á milli ykkar í bekknum og búið til sameiginlegan orðalista. Skrifið skýringar við öll orðin. 7 8 9 10

19 BARA EIN JÖRD Í þessum kafla ætlum við að læra um: • sjálfbæra þróun • baráttu gegn loftslagsbreytingum • neyslu og matarsóun • endurvinnslu • vistspor Stjórnstöd! Pad er ekkert annad hérna! Yfir!

20 Sjálfbær þróun þýðir að við verðum að ganga vel um jörðina og skiljum eftir nóg svo komandi kynslóðir geti líka lifað góðu lífi. Æ, takk! Þetta er ókeypis fyrir okkur öll! Ég var fyrstur! Félagsleg sjálfbærni Efnahagsleg sjálfbærni Sjálfbærni Við minntumst aðeins á sjálfbæra þróun í kaflanum hér á undan. Það eru til margar skýringar á hugtakinu sjálfbærni. Ein þeirra er að við eigum öll að geta fengið helstu þörfum okkar fullnægt. Við höfum öll þörf fyrir hreint vatn, mat, húsaskjól, menntun og læknisþjónustu. Jörðin okkar getur vel uppfyllt allar þessar þarfir en við verðum að gæta þess að nýta auðlindir hennar þannig að þær dugi líka fyrir komandi kynslóðir. Umhverfisleg sjálfbærni Við getum tekið lítið dæmi um sjálfbærni. Ef tré er höggvið í skóginum þarf að gróðursetja nýtt tré í staðinn. Annars gæti skógurinn smám saman horfið. Allt tengist hvert öðru! Þú mátt fá minn! 20

Malala Yousafzai barðist fyrir rétti allra barna til menntunar og þó að hún hafi verið ein til að byrja með hafði hún heilmikil áhrif. Það sama á við um nánast allt. Hvert og eitt okkar getur gert ýmislegt. Við getum vanið okkur á að hugsa „þetta kemur mér við“. Leitið upplýsinga á netinu eða annars staðar um hvað hægt sé að gera til að vernda jörðina (sláið til dæmis inn leitarorðin „hvað getum við gert“). Kynnið síðan niðurstöðurnar fyrir öðrum í bekknum. Hvad getur pú gert? 21

22 Hálendi Íslands er talið vera dýrmæt auðlind. Hvað haldið þið að sé átt við með því? Hvaða fleiri auðlindir höfum við á Íslandi? Audlindir Auðlindir jarðar eru í stuttu máli allt sem náttúran gefur okkur og við getum notað. Landsvæði, vatn, sólarljós, fiskurinn í sjónum, tré og skógar eru dæmi um auðlindir sem við notum. Sumar auðlindir eru takmarkaðar og á jörðinni býr margt fólk þannig að við verðum að fara sparlega með þær. Ástand jarðarinnar hefur farið versnandi vegna þess að margir nota auðlindirnar eins og það sé nóg af þeim. Það þýðir samt ekki að við öll höfum það verra. Lífsgæði sumra hafa batnað meðan lífsgæði annarra hafa staðið í stað eða versnað. Lífsgæði þýðir að fólk hefur aðgang að því helsta sem það þarf eins og tekjum, húsnæði, mat, heilsugæslu og menntun. Á Íslandi eru lífsgæði mikil en víða annars staðar eins og í Suður-Súdan eða á Gaza eru lífsgæðin minni.

23 Hráefni er ein tegund auðlinda. Hráefni er orð sem er notað yfir öll efnin sem við nýtum úr náttúrunni. Fiskurinn í sjónum, beitarlönd fyrir hesta, kindur og kýr og jarðhiti til ræktunar eru allt náttúruauðlindir. Kol, olía, jarðgas, sól, vindur og fossar eru dæmi um auðlindir sem gefa okkur orku. Úr málmum eru smíðuð skip, bílar og flugvélar. Þekking er verðmæt auðlind, því án hennar myndum við ekki getað búið til neitt. Ljósaperur væru lítils virði ef ekki væri búið að finna upp rafmagn. Af sumum auðlindum er til meira en nóg. Sólarljósið er dæmi um þannig auðlind. Svo eru aðrar auðlindir sem er ekki nógu mikið til af og við verðum að fara sparlega með og nota ekki of mikið af þeim. Fiskurinn í sjónum er dæmi um slíkar auðlindir. Ef við veiðum of mikið af þeim deyja þeir smám saman út. Við reynum að vernda fiskinn með því að takmarka veiðar. jarðhiti námugröftur jarðvegur, möl, grjót heitt vatn – hita heimili, gróðurhús, sundlaugar og fleira bílar þurfa orku eins og til dæmis olíu, bensín, rafmagn eða metan. flugvélar þurfa olíu skip þurfa olíu gróðurhús þurfa hita og rafmagn rafmagn vatnsafl sólarorka

24 Skoðum þetta betur. • Auðlindir sem endurnýjast ekki Þeim má líkja við afmælisköku. Þegar hún er búin, kemur hún ekki aftur. Kol, olía, gas og málmar eru dæmi um auðlindir sem klárast einhvern tíma. • Auðlindir sem nóg er til af Þær endurnýjast stöðugt. Dæmi um slíkar auðlindir eru vatn í ám, vindur og sólarljós. Þær eru notaðar í vatnsaflsvirkjanir, vindmyllur og sólarsellur sem framleiða rafmagn. • Auðlindir sem geta endurnýjast ef við förum vel með þær Fiskurinn í sjónum, jarðhiti og skógarnir eru dæmi um slíkar auðlindir. Ef við veiðum ekki of mikið, nýtum jarðhitann skynsamlega og gróðursetjum ný tré í stað þeirra sem eru höggvin, geta þessar auðlindir haldið áfram að gefa okkur gæði um ókomin ár. jarðvegur kol kjarnorka jarðefna- eldsneyti málmar og steinefni jarðgas Audlindir sem endurnyjast ekki sólarljós vindorka vatnsafl jarðhiti plöntur Audlindir sem endurnyjast Við getum flokkað auðlindir í tvennt. Í fyrri flokknum eru auðlindir sem endurnýjast ekki en í hinum flokknum eru auðlindir sem endurnýjast.

Á mörgum stöðum í heiminum er skortur á vatni mikið vandamál. 25 Öll þurfum við súrefni, vatn og mat til að geta lifað. Hugsanlega gætum við lifað án matar í 40 til 60 daga en bara í örfáa daga án vatns. Það eru ekki allar þjóðir sem eiga jafn mikið af vatni og við á Íslandi. Ferskt vatn er stundum kallað bláa gullið vegna þess hversu mikilvægt það er fyrir lífið á jörðinni. Bláa gullid Petta vökvar sig ekki sjálft! Ertu aftur ad vökva? Til hvers notum við vatn? Teljið upp hvernig þið notið vatn. Þurfum við að spara vatnið hér á Íslandi? Af hverju? Af hverju ekki?

26 Á Íslandi finnst jarðhiti sem er ein af auðlindum landsins. Jarðhitaorka er endurnýjanleg orkulind. Langflest hús á Íslandi eru hituð upp með jarðhita (hitaveitu). Ef við hefðum ekki jarðhita yrðum við að hita upp húsin okkar með olíu eða rafmagni. Það er bæði dýrara og mengar meira. Rafmagn og jardhiti Við eigum líka ár og fossa (vatnsföll) og við notum vatnið úr þeim til að búa til rafmagn. Rafmagn sem kemur úr ám og fossum kallast græn orka. Hún er eftirsóknarverð því hún eyðist ekki. Þegar ákveðið er hvort virkja eigi vatnsfall (á eða foss), er mikilvægt að taka tillit til náttúruverndar. Það þarf að vera jafnvægi á milli nýtingar og verndar. Flestar þjóðir heims nota olíu, gas eða kol til að framleiða rafmagn. Þegar olía, kol og gas brennur myndast mikið af lofttegundum sem hafa skaðleg áhrif á náttúruna. Í sumum löndum eru líka kjarnorkuver sem framleiða rafmagn. Margar leiðir eru til að framleiða rafmagn, til dæmis með því að nýta vindorku í vindmyllum eða sólina með sólarrafhlöðum. Orkuþörf fer vaxandi vegna þess að við notum svo mikið af tækjum og tólum sem ganga fyrir rafmagni.

Umhverfis jörðina liggur þunnt lag af lofti sem kallast annað hvort gufuhvolf eða lofthjúpur – bæði orðin merkja það sama. Þegar sólin skín, hita sólargeislarnir yfirborð jarðar. Lofthjúpurinn sér til þess að hlýjan frá sólinni kemst inn og helst þar. Sólin og lofthjúpurinn vinna saman að þessu ferli, sem kallast gróðurhúsaáhrif. Hægt er að líkja jörðinni við gróðurhús og lofthjúpnum við glerveggi þess – þeir hleypa hita inn en halda honum síðan inni. Það er rafmagnslaust þar sem þið búið og það mun taka viku að gera við bilunina. 1) Hvernig breytist líf fjölskyldunnar við rafmagnsleysið? 2) Hvaða tæki er ekki hægt að nota? 3) Hvernig yrði líf þitt án þessara tækja? 4) Hvað átt þú mörg rafmagnstæki? Búðu til lista. 5) Hvað eru mörg rafmagnstæki í eldhúsinu heima hjá þér? Búðu til lista. Hópverkefni! Gródurhúsaáhrif 27

28 Gróðurhúsaáhrifin eru nauðsynleg fyrir allt líf á jörðinni. Án þeirra væri meðalhitinn 30 gráðum lægri en hann er núna. Það þýðir að hér væri alltaf 18 stiga frost. Það er of kalt fyrir okkur. Þó að lofthjúpurinn sé nauðsynlegur fyrir allt líf, stöndum við þó frammi fyrir vandasömu verkefni. Í mörg ár hefur hitastigið á jörðinni farið hækkandi og á hverju ári eru slegin ný hitamet. Ástæðan er meðal annars mengun. Loftmengun er ekki góð því hún merkir að hættulegar lofttegundir sleppa út í andrúmsloftið. Þessar hættulegu lofttegundir eru kallaðar gróðurhúsalofttegundir. Of mikið af þeim hækkar hitann á jörðinni. Lofthjúpur Sólarljós endurkastast frá yfirborði jarðar Sólarljós endurkastast út í geim frá andrúmslofti Ef of mikið magn er af gróðurhúsalofttegundum þá festist hitinn inni í gufuhvolfinu og hitastig jarðar hækkar Gróðurhúsaloft- tegundir festa hitann frá sólu inni í gufuhvolfi Gróðurhúsalofttegundir af mannavöldum Gróðurhúsalofttegundir Gróðurhúsalofttegundir Koltvísýringur (CO2) Metan (CH4) Vatn (H2O) Nituroxíð (N2O) Ósón (O3) Súrefni Kol Nitur Vetni

29 Koltvísyringur (CO2) Sú lofttegund sem hefur mestu áhrifin á hitastig jarðar kallast koltvísýringur. Hann myndast þegar við brennum olíu, gas og kol. Við þann bruna losnar koltvísýringur út í andrúmsloftið þar sem hann safnast fyrir og veldur hlýnun. Því er mikilvægt að draga úr losun koltvísýrings og koma í veg fyrir að magn hans verði of mikið. Það eru ekki bara koltvísýringur sem hitar upp jörðina. Margar aðrar loft- tegundir valda líka mengun og hlýnun. Eldgos geta til dæmis mengað andrúmsloftið mikið. Sama gildir um verksmiðjur, landbúnað og ýmis farartæki eins og bíla, skip og flugvélar – og meira að segja flugelda. Loftmengun er ekki aðeins skaðleg heilsunni, hún getur líka valdið miklum skaða fyrir allt líf á jörðinni. Koltvísýringur (CO2) Koltvísýringur (CO2) Klórflúorkolefni (CFC) og vetnisklórflúorkolefni (HCFC) Myndast við bruna á olíu, gasi og kolum. Dæmi: bílar, skip, flugvélar, orkuver. Voru notuð í ísskápa og spreybrúsa. Metan (CH4) Myndast þegar lífrænar leifar rotna. Dæmi: frá nautgripum, hrísgrjónaökrum og notkun á áburði. Nituroxíð (N2O) Kemur m.a. frá landbúnaði og við bruna á bensíni. Hlýnun jarðar getur aukið hættu á flóðum, skriðuföllum og öðrum náttúruhamförum. Manstu eftir dæmum um staði á Íslandi eða annars staðar í heiminum sem hafa orðið fyrir flóðum eða skriðuföllum? Gródurhúsalofttegundir af mannavöldum.. - Hvað er hæsta hitastig sem þú hefur heyrt um? En það lægsta?

30 Fylgstu með fjölmiðlum í nokkra daga – í blöðum, útvarpi, sjónvarpi eða á samfélagsmiðlum. Athugaðu hvort fjallað sé um þurrka, flóð, storma eða skriðuföll. Skrifaðu stutta lýsingu á hvað gerðist og hvar það átti sér stað. Kynntu niðurstöðurnar fyrir bekknum. Ræðið saman: Hvernig getum við dregið úr hækkun lofthita á jörðinni? Hvað getum við sjálf gert? Hvað geta fjölskyldur, skólar og borgir gert? Hvað þurfa ríki heimsins að gera? Nú gætu mörg okkar velt því fyrir sér hvort hærri hiti á jörðinni sé ekki bara hið besta mál. Þér finnst kannski þægilegt að vera í sól og hita og værir alveg til í að losna við vetrarkuldann. En málið er ekki alveg svona einfalt. Með hærra hitastigi verða miklir þurrkar á sumum stöðum. Það þýðir að gróður hverfur og eyðimerkur stækka. Svo má búast við meiri skógareldum. Við erum nú þegar farin að heyra um fjölgun skógarelda í Norður-Ameríku, Ástralíu, Kanaríeyjum og víðar. Annars staðar á jörðinni eru þurrkar ekki vandamálið heldur miklar rigningar, flóð og skriðuföll. Með hækkandi hitastigi fjölgar líka stórum og kröftugum stormum og fellibyljum. Flest fólk er sammála um að hitastigið á jörðinni megi ekki vera hærra en það er nú. Auðvitað eru mörg atriði sem hafa áhrif á hækkandi hitastig. Við getum lítið gert við eldgosum sem menga loftið og valda hlýnun. Við getum ekki stjórnað náttúrunni. Við getum hins vegar stjórnað hegðun okkar og hjálpað jörðinni heilmikið með því að ganga vel um hana.

CO2 O2 31 Regnskógar eru kallaðir lungu heimsins vegna þess að þeir breyta lofttegundum eins og koltvísýringi í súrefni. Greta Thunberg Hefur þú heyrt um Gretu Thunberg? Fyrir nokkrum árum, þegar hún var 15 ára, settist hún fyrir framan þinghúsið í Stokkhólmi með skilti sem á stóð „Skólaverkfall fyrir loftslagið“. Á hverjum föstudegi skrópaði hún í skólanum og mætti fyrir framan þinghúsið. Ástæðan var sú að hún vildi að stjórnvöld stæðu við loforð um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið. Mótmæli Gretu vöktu mikla athygli alls staðar í heiminum. Á Íslandi mótmæltu krakkar á Austurvelli í sama tilgangi. Þau stóðu fyrir framan Alþingishúsið og kölluðu slagorð eins og „Við viljum breytingar! Núna“. Manst þú eftir svipuðum mótmælum þar sem þú býrð? Skógar eru ein af auðlindum jarðar. Til að koma í veg fyrir að skógarnir eyðist þarf að planta nýjum trjám í stað þeirra sem eru höggvin. Ef það er gert verða skógarnir sjálfbærir. Stærstu regnskógar heims eru á Amasonsvæðinu í Suður-Ameríku en þeir finnast víðar á jörðinni. Regnskógar hafa mikil áhrif á allt líf á jörðinni. Þar lifir helmingur allra dýra- og plöntutegunda hennar. Á ég ad bjarga jördinni?

32 Regnskógar Margt fólk hefur áhyggjur af eyðingu regnskóganna. Mesta eyðingin á sér nú stað í Brasilíu og Indónesíu. Ýmsar ástæður liggja að baki þessari þróun. Náttúruhamfarir eins og skógareldar og fellibyljir eiga sinn þátt í að eyða skógum. Þá hefur skógar- högg einnig mikil áhrif, þar sem timbur úr regnskógum er eftirsótt söluvara sem skilar miklum hagnaði. Amason Amason-áin Bólivía Kólumbía Perú Paraguay Úrúguay Síle Ekvador Venesúela Argentína Brasilía Regnskógar, stundum líka kallaðir hitabeltisskógar, liggja víða í kringum miðbaug jarðar. Í hitabeltinu skiptist á regntími og þurrkatími í stað sumars og vetrar. Hlýtt veðurfar og mikil úrkoma veldur því að í regnskógunum er fjölbreyttara líf en víðast annars staðar á jörðinni. Þar vaxa fleiri tegundir trjáa en á öðrum skógarsvæðum og fjöldi dýrategunda þar er margfalt meiri en á öðrum stöðum. Vatnsúði sem myndast í skógum er mjög mikilvægur fyrir skýjamyndun. Hann hefur áhrif á lofthjúpinn og þar með talið hitastigið á jörðinni. Já, og alltaf svo gott kaffid frá Kólumbíu. Gód steik! Skógi er til dæmis eytt til að búa til beitilönd fyrir nautgripi til kjötframleiðslu eða til að gera pláss til að rækta verðmætar jurtir eins og til dæmis kaffi og sojabaunir.

33 Í regnskógum Indónesíu hefur upprunalegur skógur verið ruddur á risastórum svæðum sem eru svo notuð til að rækta olíupálmatré. Pálmaolía er unnin úr ávöxtum olíupálmans, hún er ódýr og notuð í fjölmörg matvæli og snyrtivörur. Pálmaolía er til dæmis notuð í súkkulaði, kartöfluflögur, kex, kökur, pítsudeig, hnetusmjör, núðlur, morgunkorn, þurrkaða ávexti, smjörlíki, barnamat og margar aðrar vörutegundir. Pálmaolía er líka notuð í sápur, kerti, sjampó, þvottaefni og snyrtivörur eins og tannkrem, varasalva, varalit og margt fleira. Ræktun pálmatrjáa sem pálmaolían er unnin úr eyðir búsvæðum margra dýra og ýtir auk þess undir skógareyðingu og þar með hlýnun jarðar. Pálmaolía Vinnið saman í hóp. Finnið Indónesíu á korti. Aflið ykkur upplýsinga um landið og íbúa þess. Hvað er aðallega framleitt í Indónesíu? Hópverkefni Ég er í útrymingarhættu!! Græni veggurinn Þegar land þornar of mikið eyðist gróður og eyðimerkur verða til. Eyðimerkur eru að stækka af ýmsum ástæðum. Algengustu orsakirnar eru ofbeit, loftslagsbreytingar og öfgaveður. Því stærri sem eyðimerkur verða því minna land verður eftir til ræktunar. Eyðimerkur eru því ógn við landbúnað, fæðuöryggi og lífsgæði. Græni veggurinn er verkefni í Afríku sem felst í því að planta miklum fjölda trjáa í samfellda línu þvert yfir Afríku. Þessi græni skógarveggur hjálpar samfélögum á Ég er í útrymingarhættu!!

34 er þegar fólk hefur alltaf aðgang að nægum og hollum mat og þarf ekki að óttast að verða svangt. Fæðuöryggi er hluti af lífsgæðum fólks. þýðir að hafa aðgang að fæðu, vatni, súrefni, húsnæði, læknisþjónustu og mörgu öðru. Vistspor Vistspor segir til um það hversu mikið af auðlindum jarðarinnar við notum og hversu mikið við mengum. Auðlindir eru allt sem jörðin útvegar okkur og við getum notað eins og til dæmis orka, matur, klæði, húsnæði og margt fleira. Við kaupum, notum og hendum. Fáar þjóðir í heiminum eru með jafn stórt vistspor og við á Íslandi. Ef allt fólkið á jörðinni notaði jafn mikið af auðlindum hennar og við hér á Íslandi þyrfti að minnsta kosti sex Jarðir til að standa undir neyslunni. svæðinu að draga úr jarðvegseyðingu og laga sig að loftslagsbreytingum. Veggurinn bætir auk þess fæðuöryggi. Græni veggurinn er mikilvægur liður í sjálfbærri þróun. Verkefnið er ekki auðvelt því miklir þurrkar eyðileggja fjölda trjáa. Fæduöryggi Flest sem við notum er flutt til okkar sjóleiðina með skipum eða með flugvélum frá útlöndum. Flutningar hafa áhrif á stærð vistsporsins. Ef þú skoðar alla hlutina sem eru í kringum þig sérðu fljótt að fæstir þeirra eru búnir til á Lífsgædi

35 Við getum minnkað það með ýmsum hætti, s.s.: • Hendum ekki mat. Taktu frekar minna á diskinn og borðaðu allt. • Valið vörur sem eru framleiddar á Íslandi ef hægt er. Það mengar minna en að flytja vörur langa leið. • Hugsað áður en við kaupum: Þurfum við þetta í alvöru? • Hugsað áður en við hendum: Er hægt að laga hlutinn? Geta aðrir notað hann, t.d. föt? • Sparað bílinn – gengið, hjólað, tekið strætó eða farið með öðrum í bíl. Hefur þú ferðast með flugvél eða skipi? Hvert varstu að fara? Gætir þú hugsað þér að minnka vistsporið þitt með því að fara sjaldnar til útlanda? Dettur þér eitthvað annað í hug til að minnka vistsporið? Íslandi. Við flytjum nánast allt inn af því sem við notum, svo sem föt, raftæki, snjalltæki, bíla og matvæli. Við hendum líka mjög miklu. Sem betur fer eru fleiri og fleiri farnir að átta sig á að það borgar sig að flokka og endurnýta hluti í stað þess að henda þeim. Og við erum líka farin að átta okkur á að það að henda mat er það sama og að henda peningum. Við eigum bara eina Jörð og því er augljóst að við þurfum öll að minnka vistsporið okkar. Við gerum það með því að kaupa minna og nota lengur það sem við eigum, endurnýta, flokka ruslið og endurvinna. Með því að breyta aðeins um lífsstíl sýnum við að við viljum vera ábyrgir jarðarbúar. Hvernig getum vid minnkad vistsporid okkar? - - - Ég er med nesti. Ég hjóla í skólann eda geng. Ég líka! Ég líka!

36 Vistvænar samgöngur Eitt af því sem gerir vistsporið okkar stórt er að við ferðumst mikið með bílum og flugvélum. Þær samgöngur eru ekki umhverfisvænar því enn nota flest farartæki olíu eða bensín. Ef við ætlum að minnka vistsporið þá verðum við að minnka neyslu. Við gætum til dæmis hugsað um hvernig við ferðumst. Rafmagnsbílar eru betri fyrir umhverfið en bílar sem ganga fyrir olíu eða bensíni. Þeir eru samt ekki alveg skaðlausir því það er mengandi að búa til rafhlöður í svoleiðis bíla. Svifryksmengun frá dekkjum rafmagnsbíla er töluvert meiri en annarra bíla vegna þess hversu þungir þeir eru. Svifryk eru agnir í andrúmsloftinu sem verða til úr tjöru, gúmmíi og mulningi úr malbiki. Svifryk er mjög óhollt, því það getur borist í okkur í gegnum lungun og skapað margs konar veikindi. Það er sérstaklega slæmt fyrir börn og fólk sem er með astma og ofnæmi.

• Auðlindir eru hráefni sem koma frá náttúrunni og við þurfum að fara vel með. Dæmi: hreint vatn, hreint loft, heitt vatn, fiskurinn í sjónum og trén í skóginum. • Við erum sjálfbær þegar við nýtum auðlindir jarðarinnar án þess að skaða umhverfið. Þá endurnýjar náttúran sig sjálf og fleiri geta fengið að njóta sömu auðlinda og við. • Gróðurhúsaáhrif þýða að loftið á jörðinni hitnar. Þau eru hluti af náttúrunni og án þeirra væri stöðugt frost allt árið. • Mengun á stóran þátt í hlýnun jarðar. Sum mengun er af mannavöldum en önnur til dæmis af eldgosum eða öðru af völdum náttúrunnar. • Ef hitastigið á jörðinni hækkar, þó að það sé ekki nema örlítið, er meiri hætta á flóðum, þurrkum, fellibyljum og skógareldum. • Vistspor segir til um hve mikið af auðlindum fólk notar. Því meira sem við notum og sóum, því stærra verður vistsporið. Á netinu eru til reiknivélar sem hjálpa þér að reikna út vistspor. • Í sumum löndum er vistspor fólks lítið vegna þess að það kaupir lítið og nýtir hlutina lengur. Á öðrum stöðum, eins og á Íslandi, er vistsporið stærra því við kaupum mikið og hendum oft hlutum sem mætti nota lengur. • Margar leiðir eru til að minnka vistsporið. Til dæmis að ganga, hjóla eða nota strætó þar sem það er hægt í stað þess að keyra í bíl. Svo er hægt að fækka ferðalögum með flugvélum. • Hægt er að minnka vistspor með því að flokka og endurnýta í stað þess að henda. Þegar við endurnýtum fer minna í ruslið og þá þarf líka minna land undir rusl sem er grafið í jörðu. • Ef við förum vel með auðlindir þá mun Jörðin halda áfram að sjá okkur og þeim sem koma á eftir okkur fyrir því sem við þörfnumst. Samantekt 37

38 Verkefni Hvað er regnskógur? Finndu á korti hvar helstu regnskógar heims eru. Skoðaðu lífið í skóginum (plöntur, tré og fólk) og lýstu því til dæmis með teikningum. Hvað er auðlind? Nefndu nokkur dæmi um auðlindir. Í kaflanum eru hugtök eins og sjálfbærni, vistspor, mengun, eyðimörk, flóð og lofthjúpur. Hugtökin eru stundum skáletruð. Skiptið kaflanum á milli ykkar og búið til sameiginlegan orðalista. Skrifið eða teiknið skýringar við öll hugtökin (orðin). 1 2 3 Veldu að minnsta kosti eitt af eftirfarandi verkefnum: a) Hvernig ferðast þú á milli staða? Skráðu ferðir þínar í ferðadagbók í eina viku. Skoðaðu dagbókina eftir vikuna. Getur þú valið umhverfisvænni kost í einhverjum af ferðum þínum? b) Hugsaðu um síðustu þrjá hluti sem þú keyptir. Voru þeir nauðsynlegir? Hversu umhverfisvænir voru þessir hlutir? (Voru þeir keyptir notaðir, úr hvaða efnum voru þeir og voru þeir í miklum umbúðum?) c) Hvaðan kemur maturinn sem þú borðar? Reyndu að komast að því hvaðan maturinn kemur. Ef maturinn er innfluttur reyndu þá að komast að því hvaðan hann kemur og hvernig hann er fluttur til landsins. d) Kaupir þú mat í skólanum eða tekur þú með þér nesti? Skoðaðu samsetninguna – hvað af því sem þú borðar er búið til á Íslandi og hvað er flutt inn frá öðrum löndum? Á netinu finnur þú vefsíður þar sem hægt er að reikna út vistspor. Viltu minnka vistsporið eða er það bara fínt eins og það er hér á Íslandi? Af hverju? Af hverju ekki? 5 4

39 Útskýrðu hvað gróðurhúsaáhrif eru og hvernig hægt er að minnka þau. Hverjir eru kostir og gallar gróðurhúsaáhrifa? Hvað kallast bláa gullið? Af hverju heldur þú að það sé kallað gull? Útskýrðu það nánar. Hvað er græni veggurinn í Afríku? Hvernig virkar hann? Skoðaðu myndina á blaðsíðu 33. 7 8 6

Spurðu pabba og mömmu eða afa og ömmu eða önnur fullorðin hvort þau muni eftir einhverjum hnattrænum vandamálum frá þeim tíma þegar þau voru á þínum aldri. 40 Ein jörd fyrir okkur öll Sem betur fer gengur lífið oftast nær án teljandi vandræða hjá okkur flestum. Við vöknum glöð og hlökkum til að takast á við daginn, hitta vini okkar í skólanum, mæta á íþróttaæfingar, heimsækja afa og ömmu eða bara slaka á með vinum okkar eftir skóla. Þannig á líka lífið að vera. Bara skemmtilegt. En þannig er það ekki hjá öllum. Það heyrum við til dæmis í fréttum. Þær eru stundum mjög neikvæðar og mörg börn verða kvíðin og óttaslegin. Frændurnir Jón Marlon og Sindri Hrafn eru oft mjög áhyggjufullir yfir því sem þeir heyra í fréttum um stríð og náttúruhamfarir og halda að heimurinn sé að farast. Að allir muni deyja! Sem betur fer er það ekki rétt. Auðvitað koma af og til vandamál hér á jörðinni sem koma okkur öllum við. Þannig vandamál kallast hnattræn vandamál og þau eru yfirleitt bæði erfið og flókin. En það er samt hægt að leysa þau. Sum er hægt að leysa fljótt og vel en önnur tekur lengri tíma að leysa. Í þessum kafla ætlum við að læra um: • umgengni um náttúruna • umhverfisvernd • dýravernd • tengsl við náttúruna LÍFID Á JÖRDINNI Í fréttum er petta helst.

41 Hér á Íslandi búum við í mjög friðsælu landi þar sem fólk hefur yfirleitt meira en nóg af öllu. En það getur líka skapað vandamál. Við kaupum og hendum of miklu. Margt af því sem er búið til og við kaupum er mengandi og svo mengar það líka að henda hlutum. Og þar með stækkar vistsporið okkar. Þó að við getum ekki haft stjórn á öllu, getum við nú samt haft töluverð áhrif með því að ganga vel um jörðina. Flest okkar vilja það og þess vegna verðum við að vita hvert vandamálið er. Auðvitað er leiðinlegt að heyra bara um stríð, náttúruhamfarir eins og jarðskjálfta og eldgos eða þurrka, flóð, mengun og hækkandi hitastig. Sérstaklega vegna þess að það er svo margt annað gott og skemmtilegt í gangi. En með því að læra aðeins um þessi hnattrænu vandamál þá getum við öll tekið þátt í að leysa þau. Við getum öll haft áhrif ef við viljum. Hækkun hitastigs Við höfum áður talað um að hitastig á á jörðinni hafi farið hækkandi undanfarin ár. Nú erum við til dæmis farin að fá ferðamenn frá heitari löndum sem koma til Íslands til „að kæla sig“. En hvað þýðir það þegar hitastig á jörðinni hækkar? Jú, það þýðir meðal annars að ísinn á Norður- og Suðurpólnum bráðnar. Það sama á við um aðra jökla. Þeir bráðna og hverfa. Við sjáum greinileg merki um bráðnun jökla hér á landi. Nokkrir litlir jöklar hafa nú þegar horfið en það mun taka nokkur hundruð ár að bræða stóru jöklana. Ómægad mamma! Nei, elskan ekki meira.

42 Plast, plast og meira plast Plast er efni sem fundið var upp um aldamótin 1900. Það varð vinsælt vegna þess hversu létt, sterkt og ódýrt það er. Plast er endingargott en það er líka hluti af ókostum þess. Plastið eyðist ekki í náttúrunni heldur brotnar niður í litla parta og hverfur ekki. Ef þú lítur í kringum þig þá sérðu hversu ótrúlega mikið af hlutum eru búnir til úr plasti. Síminn þinn, tölvur og leikföng eru bara lítil dæmi. Matvöru er pakkað í plast og umbúðir utan um aðrar vörur eru oft úr plasti. Mikið af fatnaði og skóm er úr plastefnum. Horfðu í kringum þið. Hvaða hlutir eru búnir til úr plasti? Þegar ísinn bráðnar verður til mikið vatn sem rennur út í sjó. Og það getur þýtt að yfir lengri tíma muni yfirborð sjávar hækka. Annað vandamál sem fylgir hækkun hitastigs er að vatn gufar hraðar upp og verður að rigningu. Miklar rigningar geta orsakað flóð, jafnvel á stöðum þar sem yfirleitt eru aldrei flóð. Annarsstaðar verða þurrkar og þeir hafa líka áhrif á allt líf. En það finnst lausn á þessu vandamáli eins og flestum öðrum og við getum gert heilmikið sjálf til að snúa þessari þróun við. Margs konar breytingar hafa orðið á veðri um allan heim. Sumar breytingar eru af mannavöldum og þær getum við haft áhrif á. Og svo eru aðrar breytingar á veðri sem við höfum enga stjórn á. Allar breytingar á veðri, hversu litlar sem þær eru, hafa áhrif á allt líf á jörðinni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=