96 Ég og sjálfsmyndin – Fylgiskjöl | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | Með Disknum er matnum skipt í þrennt Diskurinn sýnir á einfaldan hátt hvernig hægt er að setja saman góða og holla máltíð með því að skipta matardisknum í þrjá jafnstóra hluta. Á einum hlutanum er próteinríkur matur, öðrum kolvetnaríkur og á þeim þriðja grænmeti og/eða ávextir. Þannig er auðvelt að bera fram vel samsetta máltíð. Diskurinn ætti að vera grunnur að sem flestum aðalmáltíðum. Hlutar Disksins eru allir jafnstórir, óháð því hversu mikið er borðað. Hann segir því ekki til um skammtastærð – henni stjórnar matarlyst og orkuþörf. Mikilvægt er að huga að skammtastærðum og stilla þeim í hóf. • Próteinrík matvæli: Fiskur, kjöt, egg, baunaréttir eða mjólkurmatur. Þegar kjöt er á boðstólnum, veljið þá magurt kjöt sem og fituminni og sykurlitlar mjólkurvörur. • Kolvetnarík matvæli: Kartöflur, pasta, hrísgrjón, kornmeti eða brauð. Þegar kornvörur eru á boðstólnum, veljið þá sem oftast trefjaríkar/ heilkorna tegundir. • Grænmeti/ávextir: Alls konar grænmeti, rótarávextir eða ávextir. Aukið fjölbreytnina með því að vera bæði með hrátt og soðið grænmeti. Í þessum fæðutegundum er mikið af trefjum, mikilvægum næringarefnum og öðrum hollefnum. kartöflur / pasta / hrísgrjón grænmeti / ávextir fiskur / kjöt / egg / baunaréttir www.lydheilsustod.is
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=