Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 84 Verkefni: Áhugasvið: Til gamans er hér áhugasviðskönnun sem nemendur geta tekið. https://www1.mms.is/stefnan_sett/ahugakonnun.php • Hver eru áhugamál mín? • Sinni ég áhugamálum mínum nóg? • Í hverju er ég góð/ur/? • Hvaða hæfileika hef ég? • Gæti ég nýtt þessa hæfileika til að finna framtíðarvinnu? Áhugaverðir tenglar: https://www.ru.is/radgjof/ahugasvidsprof/ https://sjalfsmynd.wordpress.com/2012/08/31/blodruverkefni-setja-ser-markmid-og-aaetlun/ Hugtök útskýrð: Valmöguleikar: Mismunandi leiðir til lausna, mismunandi möguleikar sem hægt er að velja. Starfsnám: Nám til undirbúnings fyrir tiltekið starf, verklegt nám. Iðn: Starfsgrein, iðja, starf sem er unnið með höndunum. Áhugasvið: Verkefni sem einstaklingur hefur áhuga á. Markmið Markmið: Að nemendur geti sett sér markmið. Að nemendur sjái ávinninginn af því að setja sér raunhæf markmið með sjálfsmildi í huga. Fróðleikur fyrir kennarann: Að setja sér markmið er mikilvægt fyrir þroska nemenda. Hvort sem markmiðin eru skýr og formleg eða ómeðvituð. Oft er gott í byrjun að hafa frekar fá og skýrleit markmið. Öll langar okkur að hafa lífið í góðu jafnvægi. En löngunin ein dugir ekki til að koma jafnvægi á líf okkar. Við þurfum tæki og tól og markmiðssetning er eitt þeirra tækja. Þegar við setjum okkur markmið og finnum leiðir til að ná þeim, þurfum við að gefa okkur tíma öðru hverju til að skoða og íhuga hvernig hefur gengið. Þá sjáum við svart á hvítu hvernig okkur gengur og notum ekki huglægt mat, heldur höfum við vísbendingar um hvert við stefnum. Oft er ágætt að verðlauna sjálfa/n sig þegar vel hefur tekist með litlum gulrótum á leiðinni. Ef illa gengur þarf að endurskoða markmiðin og mögulega sjá hvar rótin liggur. Hvers vegna gengur okkur illa að ná markmiðinu? Ef til vill er markmiðið of háleitt og óraunhæft eða viljinn hefur ekki verið til staðar. Að þora að stökkva í djúpu laugina, út fyrir þægindarammann og skora á okkur er forsenda þess að ná markmiðum sínum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=