Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 82 Verkefni: Æfum okkur í að mistakast. Að skrifa sögu án þess að stroka út og leyfa þessari sögu að vera ófullkomin. Að teikna mynd án þess að stroka út og leyfa þessari mynd að vera ófullkomin. Setjið myndina/söguna á áberandi stað og leyfið huganum að venjast því sem var gert án þess að bæta í eða laga. Verkefni: Lærdómur Hvað teljið þið vera það allra mikilvægasta sem þið lærið í lífinu? Skráið niður þau atriði sem þið teljið gagnast ykkur best. Dæmi: Stærðfræði Að vita hvað ég vil. Að segja fyrirgefðu. Áhugaverðir tenglar: https://www.youtube.com/watch?v=lVnTh1RZyIY það má gera mistök Hugtök útskýrð: Þekking: Kunnátta, það að vita eitthvað eða kunna skil á. Menntun: Menning eða viðurkennd þekking sem miðluð er fram, nemendum til framdráttar. Hvað viltu verða? Markmið: Að nemendur hugi að framtíðardraumum út frá styrkleikum og áhuga. Fróðleikur fyrir kennarann: Að setja sér markmið, gera sitt besta og ná markmiðum sínum, hefur mjög góð áhrif á sjálfsmynd barna og unglinga. Þótt þau nái ekki öllum markmiðum getur það haft jákvæð áhrif á þau að skoða hve mikið þau lögðu á sig til að ná markmiðum sínum og hvað þau gerðu í ferlinu t.d. lærðu meira heima en oft áður, hlupu ögn hraðar á æfingu en áður. Kveikja: Draumar geta ræst Hlustið á lagið með Jóni Jónssyni: Draumar geta ræst. Hvað dreymir hann um að geta orðið í framtíðinni? Hvað langar hann að kaupa og gera?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=