Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 81 Grunnþættir efldir í kaflanum: Læsi • Kennari og nemendur fara í gegnum útskýringar á hugtökum. • Nemendur þjálfast í að leggja mat á hvers kyns efni, miðla og upplýsingar. ◦ Áhugasvið ◦ Markmiðin mín • Heilbrigði og velferð ◦ Hvað langar mig að verða þegar ég verð stór? ◦ Markmiðin mín ◦ Áhugasvið Sköpun ◦ Hvað langar mig að verða þegar ég verð stór? Hvert stefni ég? Lærdómur allt lífið Markmið: Að nemendur átti sig á styrkleikum sínum og mikilvægi markmiðssetningar og finni skýra sýn á hvernig hægt er að aga sig til árangurs. Fróðleikur fyrir kennarann: Flestir hafa einhvern tímann sett sér markmið þó svo að þeir séu ekki meðvitaðir um það. Óraunhæf markmið eru ávísun á niðurbrot en raunhæf markmið geta verið frábært tæki til að bæta sig í því sem einstaklingar vilja bæta sig í. Flestar rannsóknir benda til þess að markmið virki vel til að auka hvatningu og frammistöðu. Markmið virka ef þau eru sett rétt upp. Séu vel ígrunduð og einstaklingurinn einbeittur í að ná þeim. Markmið þurfa að vera sett þannig fram að nemandinn fái að ljá rödd sína með og setji þau sjálfur fram með hjálp kennara. Markmið geta styrkt sjálfstraust nemenda því líðanin sem kemur þegar maður nær markmiðum sínum er engri lík. Mikilvægt er að nemendur kynni sér þrautseigju, styrkleika sína, áhugamál og raunhæfni við gerð markmiða. Kveikja: Skoðið bls. 86. Sjáið drenginn sem lítur út fyrir að vera pínulítið ringlaður á öllum þessum skiltum. Umræðuefni: • Hvað er markmið? • Hversu mikilvægt er að setja sér markmið? Hvers vegna/hvers vegna ekki? • Hvernig getur draumur orðið að veruleika? • Hvaða skilti ætti drengurinn á myndinni að velja? Hvaða skilti myndir þú velja fyrir þig? • Hafið þið fengið spurningu á borð við „Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?“ Getið þið svarað spurningunni? • Hversu nauðsynlegt er að hafa framtíðardrauma? • Geta framtíðardraumar breyst eftir mismunandi tímabilum? • Hvernig finnst þér best að læra nýja hluti? Lærum við öll eins?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=